Rakabombur frá Lancôme – Énergie de Vie

 

 

Vörurnar fékk ég að gjöf óháð umfjöllun.

 

Ég hef alltaf verið rosalega hrifin af vörunum frá Lancôme og hef notað þær rosalega mikið í gegnum árin, bæði húðvörur og förðunarvörur. Um daginn var ég svo heppin að fá vörur úr nýjustu húðlínunni þeirra, en sú líka kallast Énergie de Vie.

Énergie de Vie línunni er ætlað að seinka einkennum öldrunar og gera húðina ferska og rakafyllta og hentar því sérstaklega vel fyrir ungar konur. Umbúðirnar eru fallega grænar og físklegar og er ilmurinn er sumarlegur og léttur. Innblásturinn af línunni kemur frá Kóreu en línan er öll fljótandi og áferðin mjög vatnskennd, en þeir eiginleikar gera það að verkum að maður finnur vel hvernig vörurnar smjúga strax inn í húðina og veita góðan raka.

Í vörunum má finna French Melissa en það er þekkt fyrir róandi virkni og hefur andoxandi og bólgueyðandi áhrif. Goji extract en hann hjálpar til við að styrka varnarkerfi húðarinnar í gegnum andoxandi eiginleika sína og Gentian extraxt sem inniheldur sérstakar sykrur sem gefa húðinni orku.

Línan inniheldur þrjár vörur, rakakrem, næturmaska og andlitsvatn.

Energie_de_vie_3614271254979_v1

Liquid Care er fljótandi rakakrem sem má nota bæði kvölds og morgna, en áferðin minnir töluvert á serum. Maður þarf rosalega lítið af þessu kremi og finnst mér ein pumpa vera alveg nóg fyrir mitt andlit. Kremið má fara á allt andlitið, meira að segja í kringum augun. Það sem kom mér mest á óvart er hvað kremið er góður grunnur fyrir farða, í rauninni góður primer í leiðinni.

Energie_de_nuit_3614271304599_v1

Næturmaskinn – Þessi maski er algjör rakabomba, en það er hægt að nota hann á tvo vegu, bæði sem 10 mínútna maska, en þá ber maður frekar þykkt lag af honum á sig og leyfir því að smjúga vel inn í húðina á 10 mínútum áður en maður tekur hann af fyrir nóttina. En svo er einnig hægt að nota hann sem næturkren, en þá ber maður frekar þunnt lag á sig fyrir nóttina. Þessi maski er alveg unaðslegur, en mér fannst hann heldur sérstakur þegar ég opnaði krukkuna en áferðin á honum er eins og frekar gelkennt krem, ekki svona hefðbundið þykkt krem eins og maður er vanur. En þegar hann er kominn á þá er hann dásamlegur.

4935421620796_ThePearlyLotion_v5

Pearly lotion er vatnskennt serum krem með litlum vökvaperlum í, en þða virkar eins og rakasegull sem læsir rakann niður í húðina þegar það er notað undir önnur krem. Hægt er að setja kremið bæði í bómul og strjúka yfir andlitið eða í lófann og þrýsta vökvanum inn í húðina. Ég hef ekki kynnst neinu sem í rauninni líkist þessu en vá hvað þetta lotion er æðislegt!

Ég mæli hiklaust með Énergie De Vie línunni en ég mun klárlega kaupa þær þegar þessar klárast, þær eru komnar til að vera í minni húðhreinsun.
Vörurnar er hægt að nálgast á öllum sölustöðum Lancôme (t.d. apótek, Hagkaup o.fl staðir).

 

HildurHlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *