Quinoa og svartbauna chilli // quinoa- and black bean chili

Quinoa og svartbauna chilli // quinoa- and black bean chili

 

Mig langaði að deila með ykkur einum af mínum uppáhalds réttum þegar mig langar í eitthvað fljótlegt og þægilegt. Það eru ekki of mörg hráefni í réttinum og þegar allt er komið í pottinn get ég sinnt öðrum verkum meðan rétturinn mallar.

Það er auðvelt að sníða réttinn að eigin smekk og gaman að bæta við hann meðlæti eins og ykkur lystir. Guacamole, sýrður rjómi frá Oatly, nachos flögur og salat er t.d. allt meðlæti sem myndi henta vel með þessum rétti.

-English-

I wanted to share my favorite dish with you guys. I really like this dish when I want something easy and comforting. There aren’t too many ingredientsin in this dish which makes it really convenient, and when everything has been added to the pot, you can get other things done while it simmers. 

It is easy to make this dish your own with ingredients that you like. I recommend sides like guacamole, Oatly sour cream, nachos or a salad.

 

Hráefni // Ingredients

– 1 rauðlaukur / red onion

– 2 paprikur / bell peppers

– 3 hvítlauksgeirar / garlic cloves

– 1 tsk salt, oregano, kúmen, chilli duft / 1 tsp salt, oregano, cumen and chili powder

– 1 dós svartar baunir / 1 can black beans

– tómat passata ca 425g (t.d. frá Himnesk hollusta) / 425g Tomato passata

– 1 + 1/3 bolli vatn / 1+ 1/3 cup water

– ¾ bolli ósoðið quinoa /  ¾ cup uncooked quinoa 

– olía á pönnuna / vegetable oil for the pan

Fínsaxaður laukur er mýktur á meðalheitri pönnu með smáveigis ólífuolíu. Saxaðri papriku, hvítlauk og kryddum er bætt við. Hrærið hráefnunum vel saman og eldið í 5mín. Baunir og quinoa eru skoluð í sigti og loks bætt út í pönnuna.

Vatn og tómat passata fylgir rétt á eftir og öllu hrært vel saman. Náð er upp smáveigis suðu og réttinum leyft að malla með loki á pönnunni í um 30mín., eða þar til quinoað er soðið og mestur vökvinn er gufaður upp.

Berið fram með meðlæti. Rétturinn dugar í um 3-4 skammta.

-English-

Cook diced red onion in a medium warm (deep) skillet with a little bit of olive oil until translucent. Add diced bell pepper, diced garlic clove and spices. Stir well and cook for 5 mins. Rinse the black beans and quinoa in a strainer and add to the skillet. 

Add water and tomato passata and stir well. Bring to boil, then lower the temperature a little bit and let the dish simmer with a lid covering the pan, for about 30 mins. or until the quinoa is cooked and most of the liquid is evaporated. 

Serve with sides like salad, quac, sour cream etc. It should last for 3-4 servings. 

 

Þar til næst!

 

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments