Prjónahornið – Krummapeysa

Prjónahornið – Krummapeysa

 

Ég hef verið í mjög mikilli prjónalægð síðastliðið ár, sem er rosalega ólíkt mér þar sem að ég hef alltaf verið með eitthvað á prjónunum síðan ég var 6 ára. Síðasta sumar byrjaði ég á peysu á Fannar sem átti að vera leikskólapeysan hans, en einhverja hluta vegna þá lagð ég stykkið til hliðar þegar ég var hálfnuð og tók það ekki aftur upp fyrr en ég var komin í sumarfrí núna í ár. Þegar ég byrjaði aftur eftir þetta “stutta” hlé þá var ég enga stund að klára og útkoman þessi krúttlega krummapeysa.

Uppskriftina keypti ég á Raverly, en hún er fá Litlu prjónabúðinni og fæst bæði á íslensku og ensku. Hér er hlekkur á uppskriftina

Peysuna prjónaði ég á prjóna nr. 3 ½ og 4 ½ og garnið sem ég notaði er Smart í litunum 1042 (Grátt) og 1099 (Svart)

Ég er nú þegar byrjuð á næsta verkefni og stefni ekki á að taka neina prjónapásu í bráð.

 

// Fylgdu mér á instagram @hildurhlin

 

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share: