Pressan við að passa inn

Pressan við að passa inn

Við fæðumst, förum í skóla, flestir fara í áframhaldandi skóla og svo lengra. Markmiðið er að fá draumadjobbið en ef það klikkar þá fær maður sér vinnu sem hentar sínum námsgráðum svo það fari nú ekki í vaskinn eða jafnvel aftur í skóla til að fá aðrar gráður. Sem er allt gott og blessað, frábært að fólk hafi sín markmið, sem er algjörlega nauðsynlegt fyrir samfélagið til að virka og ég dáist af fólki sem nær langt í námslífinu og endar í frábærum stöðum á vinnumarkaði.

En hvað með hina sem hafa bara engan áhuga á þessu?

Frá mjög ungum aldri hef ég pælt mikið í þessu: hvað vil ég vera þegar ég verð stór? Og alltaf komu skemmtilegar hugmyndir. En því eldri sem ég varð átti ég erfiðara með skóla og erfiðara með þrýstinginn sem ég fann frá samfélaginu og mér sjálfri. Ég reyndi og fór í skóla, entist stutt og fór að vinna. Prófaði aftur stuttu seinna og gekk reyndar mjög vel á meðan ég var þar en vissi aldrei hvaða braut ég ætti að taka eða hvað ég vildi gera. Ég hætti og fór ekki aftur.

Ég hef nýlega verið að dunda mér í fjarnámi með að taka einn áfanga í einu, sem mér finnst gaman, ég hef ekkert á móti því að læra og auka kunnáttu mína í ýmsu. En málið er að ég hef ekkert plan þegar það kemur að menntun eða þessu framtíðarstarfi sem ég á að vera að sækjast eftir. En hver veit hvernig framtíðin verður, ég veit bara að þetta er hvernig mér er búið að líða síðan ég var krakki.

Ég hef bara engan áhuga á því.

Mér finnst gaman að vinna skemmtileg störf, mér finnst gaman að dunda mér og mér finnst gaman að pæla í lífinu. Mér er bara alveg sama við hvað ég vinn við, svo lengi sem ég hef gaman af því.

Stæðsta markmiðið mitt er bara að ná að lifa lífinu á minn hátt og fyrir mér er það að eyða tíma í að skoða, hugsa, búa til, lesa, ferðast og svo margt annað. Ég þarf ekki 5 háskólagráður til þess. Ég þarf ekki starfsöryggi til þess. Ég þarf ekki að passa inn í samfélagið.


Facebook Comments

Share: