Pop-Up Ævintýraleikvöllur næsta sunnudag!

20993106_10155127739338547_622169768464737441_n

Næstkomandi sunnudag, þann 27. ágúst milli, kl.14:00 – 17:00 verður í annað sinn haldinn Pop-Up Ævintýraleikvöllur. Leikvöllurinn er haldin af  RIE-foreldrum í samstarfi við Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og Kristínu Maríellu hjá www.respectfulmom.com

 

Pop-Up Ævintýraleikvöllurinn er innblásin af uppeldisstefnunni RIE (Respectful Parenting / Virðingarríkt Tengslauppeldi) í tengslum við leik barna. Stefnuna er hægt að kynna sér nánar á respectfulmom.com eða janetlansbury.com

 

Við Fannar kíktum á leikvöllinn þegar hann var haldinn síðast og skemmtum við okkur alveg svakalega vel.  Á svæðinu verður allskonar spennandi efniviður sem börnin fá að leika með og rannsaka á eigin forsendum; pappakassar, efnisbútar, vatnsker, pottar, pönnur, reipi, teip og svona mætti lengi telja!

 

20170716_150136-1.jpg

20170716_150136

Fannari fannst ekkert smá gaman að leika sér með allt sullu dótið, mála, hella á milli og bara almennt sulla. En einnig fannst honum roslega gaman að fá að vera ofan í ristastórum kass og kríta á pappann.

20170716_144137.jpg

20170716_144137

Aðalleiksvæði leikvallarinns er staðsett úti á planinu við Hafnarborg og er það leiksvæði hugsað fyrir börn eldri en 2 ára.

Fyrir börn á aldrinum 0-2 ára verður í boði að rannsaka aldursskipt innisvæði sem RIE-foreldrar munu setja upp í anda RIE uppeldisstefnunnar.

20170716_150844-1.jpg

20170716_150844

Á báðum leiksvæðum verður markmiðið að börnin fái tíma og tækifæri til þess að leika sér sjálf við hinn ýmsa opna efnivið og kanna umhverfið sitt á sínum eigin forsendum. Opinn efniviður er það leikefni sem hefur engann fyrirfram ákveðinn tilgang og því undir börnunum komið að nota ímyndunaraflið. Við bjóðum foreldrum að fylgjast með og njóta.

 

Við mælum klárlega með að kíkja á Ævintýraleikvöllinn en leiksvæðið verður eins og áður segir   opið á milli 14-17, sunnudaginn 27. ágúst, í Hafnarborg, Strandgötu 34 í Hafnarfirði (frítt inn).

Hægt er að skoða viðburðinn nánar hér

 

HildurHlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *