Pestó kjúklingabaunir // Pesto chickpeas

Pestó kjúklingabaunir // Pesto chickpeas

Mig langar að vera duglegri að setja inn uppskriftir sem eru fljótlegar og/eða einfaldar af því þannig finnst mér það best. Raunveruleikinn er sá að það er ekki alltaf nægur tími til eða við í þannig stuði, í að dúlla sér lengi við matreiðsluna.

Ég hef helst hikað við að setja inn slíkar uppskriftir því að fyrir mér eru þetta oft ekki uppskriftir heldur saman hendingar af hinu og þessu í óðagoti. Baunir – tékk, hrísgrjón – tékk, eitthvað grænt með – tékk.

Pestó kjúklingabaunir hafa alltaf skilað sínu, enda gífurlega vel heppnuð blanda og er þetta einn af mínum uppáhalds réttum í róteringu þegar ég veit ekki hvað ég á að elda.  Það er auðvelt að aðlaga réttinn eigin þörfum, setja meira eða minna af grænmeti, bera það fram með pasta, hrísgrjónum, salati, hvítlauksbrauði og þar fram eftir götunum. Þetta er gott með öllu. Annað dæmi um fljótlegan og góðan rétt er þetta quinoa- og svartbauna chilli.

 

-English-

I want to post quick and easy recipes more often, simply because that’s the kind of recipes I like the best. The reality is that there is not always time or the mood to spend a long time cooking, even though it can be fun.

I have hesitated to post this kind of recipes because my food is usually not followed by a recipe, it’s just random plants thrown together. Beans – check, rice – check, something green – check.

Pesto chickpeas have always been a hit though, it’s a great combination and one of my favorite dishes that I often go for when I don’t know what to cook. It is easy to adapt this dish to your liking, add less or more veggies and you can serve it with pasta, rice, fresh salad, garlic bread etc. It tastes great with everything. Another quick and easy favorite is this quinoa- and black bean chili

Hráefni // Ingredients

– 2 dósir af kjúklingabaunum (ca 220g í einni dós) // 2 cans of chickpeas
– 2 krukkur rautt vegan pestó (ég nota frá Urtekram) // 2 jars of vegan red pesto
– 1 Sheese eða Violife fetakubbur (ég nota Sheese) // 1 box of vegan feta
– 1-2 lúkur ferskt spínat // 1-2 handfuls of fresh spinach
– 2-3 mtsk ólífuolía // 2-3 tbsp olive oil
– 1 mtsk sítrónusafi // 1 tbsp lemon juice
– 1 mtsk oregano // 1 tbsp oregano
– 1 mtsk steinselja // 1 tbsp dried parsley
– 1-2 tsk herb de provence jurtakrydd // 1-2 tsp herb de provence

 

Blandið saman pestó við ca 2-3 mtsk af ólífuolíu, sítrónusafa, oregano og steinselju.
Hrærið við kjúklingabaunir, skellið í ofnfat og bakið í 10mín við 200°C.
Á meðan er gott að skera niður fetakubb í litla teninga og blanda við smávegis olíu
ásamt herb de provence jurtakryddi. Mér finnst þessi blanda minna mikið á fetaost.
Bætið vegan feta út í kjúklingabaunirnar, hrærið og ofnbakið í 15mín til viðbótar.
Að lokum er fersku spínati bætt við, hrært og ofnbakað örlítið lengur, eða rétt þar til
spínatið hefur visnað aðeins.
Ég ber þetta oftast fram með hrísgrjónum en eins og ég nefndi er þetta gott með öllu.

 

-English-

Mix pesto with about 2-3 tbsp of olive oil, lemon juice, oregano and parsley.
Stir it in with the chickpeas in an oven safe bowl/skillet and cook for 10mins. at 200°C/392°F.
Meanwhile, cut vegan feta up in small squares and mix with a little bit of olive oil and herb de provence. This combination reminds me of regular feta.
Add vegan feta to the chickpeas, stir and cook for 15 more minutes.
Finally add fresh spinach and cook just a little longer, just until the spinach starts wilting a little bit (you don’t want it to disappear into the abyss, just loose a bit of volume).
I usually serve this dish with rice but as I mentioned, it tastes good with pretty much everything.

Follow me for more food inspiration on instagram: amandasophy

Njótið! // Enjoy!

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments