Persónuleg símahulstur

Fyrir jólin var ég að leita að jólagjöf handa manninum mínum frá Fannari og fór að vafra netið til að leita að skemmtilegum hugmyndum. Mig langaði að hafa gjöfina persónulega, helst með mynd af Fannari og ekkert of dýra heldur. Eftir smá leit þá datt ég niður á síðu sem býr til persónuleg símahulstur og fannst það ekkert smá sniðug hugmynd. Síðan sem ég fann er í Bretlandi og heitir www.gocustomized.co.uk og getur maður valið um allskonar hulstur fyrir allskonar síma á henni. Afgreiðslutíminn er ekki langur en eina vandamálið er það að þeir senda eins og er ekki til Íslands. Ég er það heppin að eiga mágkonu búsetta í Bretlandi og var hún svo góð að leyfa mér að senda til sín og sendi mér svo pakkann. Ég var ekkert smá ánægð með hulstrin en ég pantaði mér auðvitað eitt líka með mynd af gullmolanum.


Það eru til margar svona síður á netinu og ótrúlega margar þeirra senda til Íslands, ég fann bara ekki neina sem var með opnanlegt hulstur nákvæmlega eins og ég vildi hafa það 😉 Ef þið ætlið að googla þá er t.d. gott að nota leitarorðið personalized phone cases eða custom phone cases.

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *