Varan var fengin að gjöf frá Zo-On Iceland
Við Tryggvi þurfum víst að fara að búa okkur undir veturinn. Búandi í Mývatnssveit þurfum við að vera tilbúin í allt (fatalega séð, ekki andlega – ég verð aldrei andlega tilbúin í veturinn) því eins og slagorð Zo-on segir réttilega, “Get out there, whatever the weather” og gildir það svolítið mikið um lífið í Mývatýnssveit.
Nýjasta vetrarlínan frá Zo-On er akkúrat það sem við vorum að leita að. Tryggvi fékk frá þeim Patti Padded Parka en sá jakki er úr vatnsheldu diamondium efni. Maðurinn er skuggalega heitfengur (sem kemur sér mjög vel fyrir mig á veturna, þá er eins og ég sofi við hliðiná hitapoka!) svo þessi létti en vel einangraði jakki hentar fullkomlega, þó fyrir annað fólk sé hann kannski meira ætlaður fyrir krúttleg haustævintýri hjá Hvaleyrarvatni en stórhríð í Mývatnssveit.
Hægt er að fá Patta í 2 litum, navy bláum og svörtum, og varð svartur fyrir valinu. Í þetta skiptið allavegana. Mér finnst smáatriðin svo falleg á þessum jakka, en það er gullfallegt leðurmerki á handleggnum og rennilásnum sem gefur honum ákveðinn karakter auk þess sem jakkinn er í fullkominni millisídd og hægt að þrengja hann að neðan.
Tryggvi stóð sig heldur alls ekkert illa í fyrirsætustörfunum ef ég á að vera alveg hreinskilin.
Þangað til næst.
Author Profile

-
Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.
Latest entries
Annað2020.02.18Kveðjustund
Uncategorized2019.12.31THE DECADE CHALLENGE
Afþreying2019.12.15TIK TOK – Erum við nógu meðvituð?
Annað2019.12.06ROKK OG RÓMANTÍK ÓSKALISTI
Facebook Comments