Páskar í Mývatnssveit

Páskar í Mývatnssveit

Mig langar að deila með ykkur nokkrum myndum frá páskunum okkar! Tryggvi kom heim í páskafrí á miðvikudeginum og fór aftur í gær. Þó þetta hafi verið stutt stopp er samt ómetanlegt að haann hafi getað komið heim í páskafrí.


Sundlaugin á laugum fær allt hrósið en þau voru með opið alla helgina sem og Dalakofinn. Við nýttum föstudaginn langa í að fara í sund, út að borða og enduðum á ís. Ótrúlega skemmtileg tilbreyting en við höfum uppá síðkastið farið oftar og oftar með krakkana í sund.


Á laugardeginum skrapp ég svo inná Akureyri til að fara út að borða með nokkrum vinkonum mínum. Ég fer ekki oft út, og alls ekki án Tryggva svo þetta var stórt skref, ég eyddi sirka öllum deginum að labba fram og til baka heima og svitna í lófunum. Við fórum á Greifann og spjölluðu og hlóum útí hið óendanlega.

Ég birti mynd af fötunum sem ég fór í á Instagram og fékk tugi skilabða þar sem var verið að spurja útí hvaðan þau voru.

Húfan og chokerinn – Killstar
Body chain’ið – Habe by Heba
Crop toppurinn – Einhver discount búð útí Póllandi en ég man ekkert hvað hún heitir.
Buxurnar – Centro á Akureyri, ég held að helmingurinn af fataskápnum mínum sé þaðan. Þær eru uppháar með rennilás að aftan og þröngar niður en samt pokalegar í kringum mittið sem er fullkomið fyrir mömmurnar sem vilja kannski ekki vera í endalaust þröngum buxum. Mér persónulega finnst það óþægilegt því allt sem nuddast uppvið keisaraörið má brenna fyrir mér.
Skórnir – Killstar


Páskadagur var svo yndislegur. Við Tryggvi vorum búin að útbúa smá ratleik fyrir krakkana til að leysa þegar þau vöknuðu og földum svo eggin fyrir hvort öðru. Það tók okkur ekki langann tíma að finna eggin og rífa þau upp – fyrir málshættina sjáiði til. Í minningunni sátum við bróðir minn frekar lengi fram eftir degi með páskaeggin að horfa á sjónvarpið en eftir svona 20 mínútur voru mín börn hlaupandi upp veggi.

Seinni partinn ákváðum við svo að skreppa í Dimmuborgir, leyfa þeim aðeins að hlaupa og skoða náttúruna svo þau myndu nú sofna á skikkanlegum tíma. Gaman að segja frá því líka að við Tryggvi trúlofuðum okkur í Dimmuborgum í desember 2016!

Ég vona að allir hafi notið páskana og borðað nóg af páskaeggjum og góðum mat!
Þangað til næst.

 

 

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: