Páskafrís dunderí.

Páskafrís dunderí.

Ef börnin ykkar eru eins og mín þá geta öll frí frá leikskólanum tekið svolítið á, mínar eru algjörir orkukboltar og rútínan og leikurinn sem fylgir leikskólanum er algjörlega nauðsynlegt. Mér finnst þess vegna mjög gott að vera undirbúin með allskyns leiki til að grípa í (og ég tala nú ekki um þegar veðurspáin er svona leiðinleg)

Innanhúss keila – Eina sem þarf er bolti og 6 flöskur, stilla upp flöskunum og leyfa þeim að rúlla boltanum í flöskurnar.

Fingramálun – Leyfa hugmyndafluginu að leika lausum hala, eina sem þarf er málning, blöð og litlir puttar og til að auðvelda mér að þrífa á eftir klippi ég ruslapoka og lími með málningateipi yfir borðið, stelpurnar eru svo bara á bumbunni og svo er baðtími strax á eftir.

Litahopp – Nokkkur mismunandi lituð blöð límd á gólfið, þú kallar svo lit og þau eiga svo að hoppa á þann lit. Það er líka hægt að kalla lit og líkamspart t.d Grænn og löpp og þau eiga þá að setja löppina á græna blaðið.

Virki – Gamla góða virkið, yfirtakið stofuna hengið teppi yfir sófa, stóla og borð og búið til virki, hafið svo kósí stund, lesið bók, leikið saman eða jafnvel borðið þar inni, það er ótrúlegt hversu spennandi það er fyrir börn að gera hina hversdagslegustu hluti inní virki.

Langstökk – líma niður nokkkrar línur af málningateipi og láta þau hoppa eins langt og þau geta, láta þau svo reyna að bæta sig í hvert skipti, þetta getur haldið athyglinni heillengi.

Danspartý – kveikið á tónslist og dansið, hoppið og syngið, smáfíflaskapur er alltaf skemmtilegur.

Blöðrur – Blásið upp blöðrur, það er ýmislegt hægt að gera með blöðrum, bannað að snerta gólfið, hver getur slegið hana lengst eða hæst, hægt er að líma lituðblöð í hornin á einu herbergi og börnin eiga að fara með blöðrurnar í rétt h0rn.

Hér eru svo nokkrar vefsíður sem ég hef fengið ýmsar hugmyndir af skemmtilegum leikjum:

https://mommypoppins.com/

https://whatmomslove.com/

Home

https://artfulparent.com/

Þar til næst!

Author Profile

Elísabet

Elísabet er 25 ára, 2 barna móðir sem býr á Selfossi. Hún er förðunarfræðingur sem hefur áhuga á móðurhlutverkinu, innanhússhönnun, tísku og bakstri. Hún býr með kærastanum sínum Birki Rafn og börnunum þeirra Emmu Líf og Eriku Rún.


Facebook Comments