PARTÝ Öskubuska.is

PARTÝ Öskubuska.is

Okkur stelpunum hafði lengi langað til að halda árshátíð, það reyndist svolítið erfiðara að framkvæma en að segja það þar sem við erum ekki allar á sama stað og engin af okkur með sömu dagskrá að neinu leiti. Hugmyndir um hvað við gætum gert voru alltaf að þróast og datt okkur svo í hug að halda ekkert árshátíð fyrir okkur, heldur bjóða vinum okkar, öðrum bloggurum og snöppurum í eitt gott partý og hrista hópinn svolítið saman! Við tóku nokkrar vikur af alls ekkert stressandi skipulagi og allskonar reddingum. En guð hvað við erum ánægðar með útkomuna. Þetta hefði ekki getað heppnast betur og við erum ótrúlega þakklátar fyrir alla sem gerðu sér glaðan dag með okkur.

Færslan er kostuð/unnin í samstarfi við eftirfarandi fyrirtæki

Boðskort, bakgrunnurinn og límmiðar

20180306_153424

Við ákvaðum að vera smá formlegar þegar við buðum í partýið og sendum út boðskort á alla einstaklingana. Hildur Hlín hannaði kortin og vorum við svo í samstarfi við Leturprent varðandi prentun. Kortin voru prentuð fyrir okkur á æðislegan satín pappír sem er með perluáferð og gaf það kortunum einstaklega fallegt útlit.

20180306_153459

 

Þau hjá Leturprent prentuðu einnig fyrir okkur límmiðana sem voru á gjafapokunum sem og stóra flotta bakgrunninn sem við notuðum með myndavélinni frá Instamyndum. Bakgrunnurinn er vægast sagt æðislegur! Hann var prentaður á segl þannig að gæðin á honum eru tipp topp og getum við notað hann aftur og aftur.

Við gætum við ekki verið ánægðari með þjónustuna og hjálpina frá öllu starfsfólkinu hjá Leturprent og mælum hiklaust með að leita til þeirra varðandi prentun á stóru sem smáu.

 

 

Gjafapokarnir

20180304_170125

Fyrstu 50 gestirnir voru svo heppnir að fá glæsilega gjafapoka frá okkur, stútfulla af vörum frá samstarfsaðilum okkar. Það sem við erum heppnar að fá að vera í samstarfi við svona æðisleg fyrirtæki og það var svo gaman hvað allir tóku jákvætt í að gefa vörur í pokana. Gjafapokarnir innihéldu;

 • Lava cheese
 • Hárvörur frá Eleven Australia – sjampó, næring og Miracle hair treatment
 • Hand&body wash og hand&body cream frá Eleven Australia
 • Urban Decay Quick Fix Prep
 • Biotherm Aquasource andlitskrem
 • Biotherm Skin Oxygen línan, serum, andlitsgel og andlitsvatn – léttar vörur sem gefa húðinni mikla vörn gegn mengunaráhrifum í lofti, ljóma og raka. Má nota einar og sér eða með öðrum húðvörum.
 • Lancome La Vie Est belle edp ilmprufa
 • YSL L’HOMME ultime herra ilmprufa
 • Bað og húðvörur fyrir börn frá Childs Farm
 • Prufur af vörum frá Body shop
 • Neutral þvottaefni ásamt prufu af andlitskremi
 • Libresse dömubindi
 • Zendium tannkrem

20180304_171233 (1)

Lava cheese

Hvað er besti parturinn af grillaðri samloku? Osturinn sem verður svona crispy og girnilegur – Lava Cheese er sá ostur, bara í snakk formi!

Snakkið er unnið úr hreinum osti sem er þurrkaður og bakaður. Lagið á flögunni minnir á úfið hraun íslenskrar náttúru og er nafnið dregið þaðan. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum hvað þetta snakk er gott og býður upp á marga möguleika. Það er ekki bara hægt að borða það eintómt (þó svo það sé svakalega gott þannig) að þá er hægt að mylja það niður og setja t.d. í salat, eða líka á hamborgarann. Möguleikarnir eru endlausir. Lava Cheese finniði á facebook hér.

received_10155437727183214

17 sortir

Við fengum dásamlegar mini bollakökur frá 17 sortum í nokkrum bragðtegundum: saltkaramellu, myntu, nutella, turkish pepper og hindberja (vegan). Mini bollakökurnar eru virkilega bragðgóðar og fallegar, en einnig mjög þægilegar í standandi veislur þar sem einungis er notast við sérvíettur í stað diska. 17 sortir sér til þess að enginn sé útundan en þar eru margar tegundir af bollakökum í boði daglega í kökusjoppum þeirra (á Granda og í Kringlunni), þar af 1-2 tegundir á dag sem henta vegan einstaklingum. Hnallþóru vikunnar má finna í kökusjoppum 17 sorta sem henta við hin ýmsu tækifæri. Einnig er í boði að panta með fyrirvara hinar ýmsu hnallþórur, en hér má sjá úrval þeirra af hnallþórum  og vegan hnallþórum.

Við getum ekki annað en mælt með 17 sortum, það er hreinlega himneskt að kíkja inn til þeirra, finna lyktina og skoða úrvalið. Þið finnið 17 sortir á facebook hér.

received_10155437727188214

received_10155437727193214

Confetti sisters

Allt skraut í veislunni var frá lítilli vefverslun sem heitir Confetti sisters. Litaþemað sem við vorum með var svart, gyllt og hvítt og áttu þær allt sem okkur hefði mögulega getað langað í og rúmlega það. Þær eru með ótrúlega gott og fjölbreytt úrval af gjafavöru fyrir partýið sem er einstaklega hentugt fyrir fermingarnar sem fara að bresta á hvað úr hverju! Confetti sisters finniði hér og á facebook hér.

received_10155437730648214

Myndakassi

Ein besta ákvörðun sem við hefðum getað tekið var að fá myndakassa hjá Instamyndum. Hann var svo vinsæll og það voru endalaust af flottum myndum sem voru teknar þetta kvöld. Þetta er líka ótrúlega einfalt, þú pantar og þau sjá um að koma með kassann á staðinn, setja hann upp og taka hann svo niður þegar viðburðurinn er búinn. Þeir eru með marga mismunandi kassa og bakrunna sem fólk getur svo valið úr. Instamyndir eru æðisleg leið til að búa til fullkomnar minningar úr fermingunni, brúðkaupinu, afmælinu eða við hvaða tilefni sem er! Þið sjáið myndir úr partýinu á facebook síðunni okkar hér en Instamyndir finniði hér og hér.

20180217_200247

 

Kærar þakkir til allra sem komu og skemmtu sér með okkur sem og til okkar frábæru samstarfsaðila!

oskubuska.jpg

Facebook Comments

Share: