Pantað af Aliexpress

Pantað af Aliexpress

Ég elska að skoða á Aliexpress og það er hægt að finna nánast allt þar inná,  ég tók nokkra hluti saman sem ég hef pantað og hef verið mjög ánægð með.

 

HTB1B2rIJpXXXXcWXVXXq6xXFXXX1

Ég keypti þessa flottu skýja límmiða í herbergið hans Viktors og hef ég ekki enþá nennt að líma þá á vegginn hans en næst þegar ég hef tíma þá geri ég það. Hægt er að finna skýja límmiðana hér.

Svo eitt af mínu uppáhalds sem ég fann á aliexpress var þetta fallega matarsett og skýjamotta. Ég keypti svarta skýjamottu því ég er með svart og hvítt þema hérna heima.  Getið fundið þetta fallega sett hér.

HTB1YGvnHXXXXXcsaXXXq6xXFXXXx

Hver þekkir ekki að barnið er sjúkt í síma, já ég þekki það mjög vel. Viktor Óli var alltaf að reyna ná símanum mínum og hefur einu sinni brotið skjáinn.  Ég fékk alveg nóg og ákvað að skoða á aliexpress og fann þennan ótrúlega flotta dóta síma. Hann er með allskonar skemmtileg hljóð og ljós á hliðunum. Fylgir með hleðslutæki til að hlaða. Viktor Óli er mjög sáttur með síman sinn. Getið fundið þennan snildar síma hér.

HTB1NruCKXXXXXctXFXXq6xXFXXX2

Fann þessi flottu rör og pantaði 50 stk fyrir 1 árs afmæli Viktors. Til í allskonar litum, getið fundið þau hér.

1179440198_220

Keypti svona húfu fyrir Viktor og þær eru ekkert smá sætar, þunnar og þægilegar fyrir sumarið. Hægt að finna þær hér.

Hef verslað allskonar sniðugt inná aliexpress og mun ég setja bráðlega aftur í aðra færslu með fleiri vörum.

Þangað til næst <3

http---signatures.mylivesignature.com-54494-121-933BE09821EF7D7C20C7894107D4CFBE

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments