Pantað af Aliexpress #4

Pantað af Aliexpress #4

Okei okei þetta er fjórða færslan sem ég geri um aliexpress kaup… þýðir það að ég elska aliexpress,, já sek !  Ég er búin að panta allan anskotan (afsakið orðbragðið) á aliexpress en helmingurinn sem maður fær er það góður til að setja færslu,  en hér er ég með nokkrar vörur sem ég er búin að vera svakalega ánægð með.

 

 

 

heyrnatól

Ég pantaði mér þessi bluetooth heyrnatól. Það voru margir búnir að tala um að þessi væru mjög góð frá aliexpress og ég ákvað bara prófa að panta mér þau.  Ég var svosem ekkert að búast við eitthverjum þvílikíkum gæðum en ég þurfti bara eitthvað í ræktina.  Ég er aðeins búin að vera skoða bluetooth heyrnatól hér heima en þau eru bara svo svakalega dýr !  En já aftur að heyrnatólunum sem ég pantaði,  þau voru soldið lengi á leiðinni en vá það var þess virði að bíða, hljómurinn er geggjaður og þau eru alveg svakalega góð.  Klárlega ein bestu kaup sem ég hef gert á aliexpress.

Hægt er að finna heyrnatólin HÉR

hálsmenn

Það elska allir chokera,  sérstaklega þar sem þetta er í tísku núna og önnur hver stelpa með ch0ker.  Ég allavega pantaði þessa 10 saman og er að elska þá !  Það er hægt að nota þá við allt og maður er bara svo mikil skvísa með choker 😀  Var sirka 2 vikur á leiðinni.

Hægt er að finna chokerana HÉR

hreinsimotta

Silicon motta til að hreinsa förðunarburstana, ótrúlega sniðugt ef þú ert með marga förðunarbursta til að þrífa. Hún er með sogskálum og festist við vaskinn sem er mjög þægilegt.

Hægt er að finna hreinsimottuna HÉR 

hulstur

Silicon hulstur fyrir símann,  ég pantaði alveg 10 stk því þetta er svo ótrúlega fljótt að verða skítugt og ógeðslegt og þá er gott að eiga nokkur hulstur til að geta skipt um. Kostar líka bara eitthvað klink á ali.

Hægt er að sjá þessi silicon hulstur HÉR

brúsar

Seinast en ekki síst þessir silicone ferðabrúsar, (okei vá ég var að taka eftir því að ég er búin að panta rosalega mikið silicone eitthvað haha). En þessir brúsar eru ekkert smá þægilegir fyrir shampó,hárnæringu,hreinsimjólkina eða olíu fyrir hárið, eeeða bara hvað sem er.  Þægilegt í notkun og tekur svo ekkert pláss í töskunni.  Líka mjög þægilegt að kreista úr þeim og eru þeir “mjúkir” eða vona þið fattið haha.

Hægt er að finna ferðabrúsana HÉR

 

 

Jæja þá er þetta komið gott í bili og ég mun alveg pottþétt gera annað svona blogg bráðlega, ég er allavega alltaf að skoða aliexpress og að panta.

*þangað til næst *

hilduryr

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: