Pantað af Aliexpress #3

Pantað af Aliexpress #3

Það er soldið síðan ég setti inn lista af hlutum sem ég hef pantað mér en ég er algjör aliexpress nörd og í frítíma mínum þá ligg ég inná aliexpress og skoða allskonar hluti. Bæði fyrir mig,heimilið og Viktor Óla.  Ég sé lang mest eftir að hafa náð í aliexpress appið, ég get gleymt mér þar tímum saman og safnað endalaust í körfuna hjá mér. Það er hægt að finna allt, þá meina ég ALLT á Aliexpress. Ég veit ekki hversu oft ég skelli uppúr yfir mörgu þarna inná haha. Svo eru alltaf eins og jólin þegar maður fær pakka inn um lúguna hjá sér eða fær sms frá póstinum. Ég ætla setja hér fyrir neðan nokkra hluti fyrir ykkur sem ég hef verið ánægð með.

14741153_10154604964439250_968088536_n

Okei fyrst og fremst langar mér að sýna ykkur þennan geggjaða topp.  Ég var ekkert að búast við eitthverju svakalega flottu þegar ég pantaði hann, en nákvamlega svona toppar eru í tísku,  þegar ég fékk hann inn um lúguna þá var ég fljót að rífa hann upp til að skoða og ég er svo sjúklega ánægð með hann.  Ég sýndi hann á snapchattinu okkar og fékk ég ótal margar spurningar um hann.  Ég borgaði sirka 300 kr og hann kom beint inn um lúguna heima hjá mér. Toppurinn var sirka 3 vikur að koma til mín.

Hægt að finna hann HÉR.

14696774_10154604954454250_449344518_nhtb1v0ixmpxxxxx_xpxxq6xxfxxxg

 

 

 

 

 

 

 

Svo næst er það þessi sjúklega flotti toppur.  Hann passar undir allt, ég fór í honum í partý um daginn og mér var hrósað nokkrum sinnum fyrir hvað kjólinn væri flottur sem ég væri í útaf böndunum, og ég var alltaf að seigja að þetta væri bara toppur sem ég pantaði á aliexpress fyrir sirka 700 kr haha. Ég sá mjög svipaðan svona topp hér á Íslandi og er hann að kosta um 7000 kr ! Það er svo mikið rugl hvað er mikið lagt á allt á þessu litla landi okkar.  Það er ekkert skrítið að fólk sé að panta hluti frá Ali frænda okkar 😀  Hann var sirka 3 vikur að koma til mín.

Mæli með að kíkja á þennan topp HÉR.

htb1y91pjpxxxxcnxpxxq6xxfxxxj

Svo pantaði ég mér þessa hreinsigræju. Er búin að sjá svo ótrúlega marga beauty snappara vera með svona en samt mikið flottara og dýrara merki auðvitað, og ég ákvað að tjekka hvort það væri ekki hægt að finna svona græju á ali.  Jújú auðvitað fann ég hana og var fljót að panta.  Fékk þetta eftir sirka 2 vikur og krakkar, hún svínvirkar!  Ótrúlegt en satt þá er hún bara mjög góð og nota ég hana 1x í viku og sé ótrúlegan mun , og sérstaklega á nefinu á mér.

Hægt að finna þessa græju HÉR.

 

htb1gvdcmpxxxxbraxxxq6xxfxxx2

Jæja núna ætla ég að fara í smá sem ég hef pantað fyrir Viktor Óla.  Ég pantaði svona inniskó fyrir Viktor Óla í fyrra og þeir eru svo ótrúlega góðir að ég pantaði aðra til að hafa í leikskólanum. Þeir eru leður og með rúskín botni,  hann nær mjög góðu gripi í þeim og ég mæli klárlega með þessu í leikskólann.  Hægt er að fá allskonar myndir og liti .

Getið fundið þá HÉR.

 

htb1in5shpxxxxamxxxxq6xxfxxxx

Síðast en ekki síst eru þessir sokkar.  Ég hef aldrei fundið almennilega sokka hér á íslandi, og sérstaklega ekki sem eru ekki með neinum fígúrum eða þvílikt litríkir sem passa nánast ekki við neitt haha.  Ég pantaði 6 pör og þeir eru æði, mæli sérstaklega með þessum sokkum.

Finnið þá HÉR.

 

 

Þá er ég búin að sýna ykkur nokkra hluti sem ég hef verið mjög ánægð með og notað mjög mikið.  Ég mun klárlega gera aftur færslu um hluti sem ég hef pantað því ég er alltaf finna eitthvað sniðugt og skemmtilegt.

 

Þangað til næst <3

hildur

 

 

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: