Pantað af Aliexpress #2

Pantað af Aliexpress #2

 

Ég gerði fyrir mánuði síðan færslu um vörur sem ég hef pantað á aliexpress fyrir Viktor Óla. Hér getið þið séð hana.  En eins og ég talaði um í þeirri færslu þá elska ég að skoða aliexpress, það er allt þarna inná,  frá bílavörum upp í brúðkaupskjóla og margt fleira. Ég ætla gera litla færslu með vörur sem ég hef pantað fyrir mig og heimillið.

 

 

 

htb1kosvjfxxxxxixfxxq6xxfxxxu

Ég pantaði mér þessi ótrúlega sniðugu egg sem ég get notað í að hreinsa förðunarburstana mína,  ég elska þau og núna er svo ótrúlega fljótlegt að þrífa burstana mína.  Hægt er að finna eggin hér.

 

htb1rwadhxxxxxbcxfxxq6xxfxxxo

Keypti þetta sport armband og það er algjört must í ræktina,  ég get geymt símann minn og lykilinn af skápnum í þessu.  Klárlega eitthvað sem öllum vantar í ræktina. Getið fundið það hér.

htb1rhn_gvxxxxazxpxxq6xxfxxxn

Mér er búið að langa lengi í veski sem ég get haft kortið mitt,síman og pening á einum stað en hef aldrei fundið eitthvað sem hefur heillað mig,  svo sá ég þetta og ég varð að panta það og sjá hvernig það væri.  Hulstrið á símanum er með segli og þá er hægt að taka síman úr veskinu sem er mjög þægilegt,  síðan ég fékk þetta inn um lúguna hef ég ekki hætt að nota það.  Algjör snild. Hægt er að finna það hér.

 

htb1kwaegfxxxxxhxvxxq6xxfxxxg

Ég er alltaf með gúmmí hulstur á símanum og ég pantaði mér 8 stk í allskonar litum til að eiga,  bæði fyrir mig og kallinn.   Hægt að finna þau hér.

 

htb1seqcmpxxxxa7xpxxq6xxfxxxn

Svo má ég ekki gleyma uppáhaldshlutnum sem ég hef pantað á aliexpress.  Það er þessi ótrúlega flotti lampi. Mér langaði alltaf í alvöru Kartell lampan en hann var eigilega of stór á heimillið mitt og það hefði ekki verið pláss fyrir hann. Svo var ein vinkona mín sem pantaði sér svona og hann var í fullkomri stærð og ég varð að skella mér á hann.  Ég pantaði mér svartan og kom hann eftir 3 vikur og upp að dyrum með póstinum.  Ég elska hann og langar mér að panta mér annan í svefnherbergið.   Mæli með að skoða þá hér.

Mun pottþétt setja aftur inn færslu með fleiri vörum sem ég hef pantað.

xx

hildur

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: