Óvænt brúðkaup!

Vá hvað ég vona að allir hafi átt jafn gott sumarfrí og ég, þó að ég sé reyndar ótrúlega fegin að leikskólinn sé byrjaður aftur. Við fjölskyldan áttum heldur betur viðburðarríkt sumar en þann 27.07.17 tókum við Tryggvi það stóra skref að ganga í hjónaband.
Flestum allgjörlega að óvörum, við vorum bara búin að segja nánustu fjölskyldu frá þessari ákvörðun.
Við höfum ekki verið lengi saman, 2 og hálft ár rúmlega – en við erum að byggja okkur líf saman. Við eigum börn, hús, bíl og endalausa ást okkar á milli. Þetta var aldrei spurning um hvort við myndum gifta okkur – bara hvenær, þegar maður veit þá bara veit maður.

Brúðkaupið var einfalt. Við fórum til sýslumanns á Akureyri og létum gefa okkur saman. Þetta tók allt í allt held ég 16 mínútur frá því að við löbbuðum inn með foreldrum okkar (mínus pabba Tryggva sem er því miður útá sjó) og þangað til að við löbbuðum út – sem gift hjón. Nú eru kannski einhverjir sem spurja sig afhverju við biðum ekki þar til við hefðum efni á því að halda risa veislu og þetta týbíska “draumabrúðkaup”. En er það ekki bara svolítið svona sitt sýnist hverjum dæmi? Þessar 16 mínútur hjá sýslumanni voru jafn fullkomnar og ef þær hefðu verið í kirkju. Ég var að giftast manninum sem ég elska og vill eyða lífinu með.

Við vorum öll í fötum sem við áttum fyrir, þó við Tryggvi fjárfestum reyndar bæði í nýjum skóm fyrir tilefnið. Mínir voru keyptir í Kjólar & Konfekt (eins og kjóllinn hennar Huldu Maríu) og hans í F&F ef ég man rétt. OG gaman að segja frá því að Tryggvi bæði valdi og keypti kjólinn minn fyrir 2 árum síðan og ég hafði aldrei notað hann áður meira en bara til að máta hann! Þegar við vorum búin hjá sýslumanni fórum við til elskulegrar tengdamóður minnar, hittum börnin og systkini Tryggva og fengum óvænta köku. Þetta var fullkomið í alla staði – og alveg eins og við vildum hafa þetta. Svo um kvöldið fórum við saman og unnum á tjaldsvæðinu á Húsavík yfir helgina, rómantískara gerist það varla!

Hinsvegar ætlum við að halda risa partý næsta sumar, sleppum ekkert afsökun fyrir sveitapartýi!
Hér eru svo nokkrar myndir sem ein besta vinkona mín tók í Lystigarðinum á Akureyri af okkur. Börnin fóru á kostum, ferðamenn horfðu, þetta hefði ekki getað verið betra.

 

IMG_2406.jpg

IMG_2427-2.jpg

IMG_2413.jpg

IMG_2407.jpg

IMG_2432.jpg

Að lokum langar mig að segja Tryggva eitt. 
Ég lofa að gefa þér það besta af mér, skilyrðislaust.
Ég lofa að treysta þér og virða þig sem þína eigin persónu og gera mér grein fyrir því að þú ert með þín áhugamál, hugsanir og langanir sem eru aldrei minna mikilvægar en mínar eigin.
Ég lofa að gefa þér allann minn tíma og athygli og koma með gleði, styrk og ímyndunarafl eins og mér einni er lagið, inní sambandið okkar.
Ég lofa að vera opin og tilbúin til að standa andspænis breytingum til að halda sambandinu okkar á lífi.
Ég lofa að vera besta vinkona þín, þinn helsti stuðningsmaður og í öllu jöfn.
Ég lofa að elska þig af öllu hjarta, á góðu tímunum og þeim erfiðu (því við eigum ekki slæma tíma saman, það er bara ekki hægt) – helling helling, alltaf.

Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *