Outfit // Duffy skór

Processed with VSCO with a5 preset

Færslan er unnin í samstarfi við S4S

Ég er algjör sucker fyrir outfit bloggum, ég elska að skoða stíl annarra og horfa á fallegar flíkur. Outfit færslur er eitthvað sem ég hef lengi haft áhuga á og hef langað að prófa mig áfram í svo ég ákvað að láta slag standa. Síðan ég byrjaði hér hjá Öskubusku hefur þægindarammi minn stækkað svo margfalt og áttaði ég mig á því að það er ekkert tap í að prófa. Allt sem við gerum skapar okkur reynslu og er það nákvæmlega það sem ég er að sanka að mér í gegnum lífið.

Ég er með frekar einfaldan stíl en mér finnst mikilvægast að líða vel og vera í þægilegum efnum og sniðum. Þessi fatasamsetning er mjög mikið ég, en grár, fölbleikur og svartur eru eflaust uppáhalds litirnir mínir hvað flíkur varðar.

Á myndunum er ég í nýjum skóm sem ég fékk frá merkinu Duffy. Þetta skópar kallaði alveg til mín en skórnir eru renndir á hliðinni, með fallegum smáatriðum, fóðraðir að innan og með grófum botni. Veðrið seinustu vikur er algjörlega að láta reyna á þetta skópar og eru þeir fullkomnir í þetta blessaða febrúar veður (plís vor komdu fljótt).

Ég hreinlega fer ekki í aðra skó þessa dagana, þeir eru svo mjúkir, hlýir og þægilegir. Ég hef ekki verið vör við annað en að þeir séu alveg vatnsheldir miðað við snjóinn og rigninguna sem ég hef þurft að vaða, en allir skór frá Duffy eru vegan.

Duffy skór fást í Kox í Kringlunni, Kaupfélaginu í Smáralind og á netversluninni skor.is. Mikið frá skómerkinu seldist upp í janúar útsölunum en það er þó meira væntanlegt á næstunni og hlakka ég til að skoða nýjungarnar.

-English-

I‘m a total sucker for outfit blogs, I love checking out other peoples style and beautiful clothing. I have been interested in doing outfit blogs of my own for a while so I finally decided to do it. My comfort zone has grown so much since I started blogging at Öskubuska and I realized there is no loss in trying. Everything we do makes up for experience and that is exactly what I‘m collecting for myself throughout this life.

I have a rather simple style, what is most important to me is feeling comfortable. It is important that my clothing has comfortable fabrics and styles. This type of style as pictured is something that is „very me“. Gray, nude pink and black are probably my favorite colors as clothing concerns.

I‘m wearing my new Duffy shoes on the pictures. I was quite drawn to this pair, they are zipped on the side , have pretty details, they are fluffy inside with a chunky heel. The weather the past weeks here in Iceland has been testing these shoes and they are perfect for this February weather (spring, come soon please).

Lately I‘ve been pretty much just wearing these shoes as they are so soft, comfortable and warm. They seem to be pretty water resistant as I have been walking through snow and rain without getting wet feet. Not to mention, all Duffy shoes are vegan.

You can find Duffy shoes at Kox in Kringlan, Kaupfélagið in Smáralind and on skor.is. Alot from Duffy got sold out in the January sales but there is more available soon and I‘m looking forward to seeing what‘s new.

TyingShoes

MISSGUIDED kápa   VILA peysa   TOPSHOP jamie buxur   66°NORÐUR húfa

Closeup

Skor_Harpa

Kærastinn minn fékk heiðurinn af því að taka myndirnar, honum til mikillar gleði, haha. Hann er þó gott efni í instagram boyfriend og er nokkurn veginn búinn að sætta sig við það enda samfélagsmiðlum vanur, en á allt öðru sviði (hint: hann er tölvuleikjanörd).

-English-

My boyfriend got the honor of taking my photos, he is the perfect instagram boyfriend and seems to have accepted that.

Mid_Closeup

Mig hafði lengi langað í ljósa kápu en vildi ekki eyða miklum pening í slíka flík ef hún skildi verða lítið notuð og látin hanga mikið inn í fataskáp (uss..við höfum öll gerst sek um slík kaup). Ég fann þessa gullfallegu kápu á Missguided og hef notað hana gríðarlega mikið enda passar hún við gjörsamlega allt og sniðið er æðislegt. Þessi er uppseld en mig langar í fleiri liti og er nú þegar með eina svarta og eina gráa í wishlist á síðunni.

Ég vona að þið hafið haft gaman af færslunni, en þetta verður klárlega ekki eina og síðasta outfit færslan mín hér 🙂

-English-

I had wanted a nude pink coat for a while but didn‘t want to spend a lot of money on it in case it was only a fad and I wouldn‘t wear it much (sush..this happens to the best of us). I found this beautiful coat at Missguided and I have used it so much. It works with everything I have and the style and shape is just awesome. This one is sold up but I already want more colors of the same version, I have added a gray one and a black one to my wishlis ( If you are looking for a vegan coat, make sure it doesn‘t contain mohair or wool in the fabric, as well as silk on the inside).

I hope you liked this post, this will definitely not be my last and only outfit post!

25394161_10155102685835983_63182946_n

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments