Öskubuskur í vinkonuferð

Öskubuskur í vinkonuferð

Okkur Öskubuskum var boðið í æðislega vinkonuferð sem við hreinlega gátum ekki hafnað en það var sólarhringsferð til Vestmannaeyja í dekur.

Glöggir muna mögulega eftir fjörinu hjá okkur þann dag en við sýndum frá deginum í instagram story og snapchat (oskubuska.is á báðum stöðum). Við flugum að morgni til með Flugfélaginu Erni og er það þvílíkur lúxus að geta skutlast á völlinn í miðbæ Reykjavíkur og mæta í 20-25 mín flug til Eyja í staðin fyrir langan bíltúr og svo bátsferð.

Þegar við vorum mættar á svæðið var að sjálfsögðu stoppað fyrst í ríkinu og fyllt á birgðirnar, húsmæðraorlofið var hafið! Það var síðan tekið ótrúlega vel á móti okkur í Heilsueyjan Spa en spaið býður upp á fjöldann allan af meðferðum fyrir líkama og sál.

Við prófuðum meðal annars sogæðastígvél, súrefnishjálm, detox styler og vafninga í infrarauðu hitateppi, en Heilsueyjan spa býður einnig upp á ýmisskonar nudd, andlitsmaska, infrarautt sána og heita potta. Auk þess fær Heilsueyjan reglulega til sín gestaþerapista, það stóð akkúrat þannig á að snyrtifræðingur var á staðnum þessa helgina svo Amanda skellti sér í augnhára lyftingu (lash lift) og Selma fór í augnbrúnasnyrtingu.

Fjallað verður betur um spaið síðar

Eftir yndislegan tíma í spainu og hádegismat frá Gott þá skruppum við í verslunina Geisla en þau voru svo yndisleg að bjóða okkur í vín og með því. Þessi verslun inniheldur svo sannarlega “alt muligt” en þar er hægt að fá gjörsamlega allt fyrir heimilið ásamt fallegri gjafavöru.

Loks skráðum við okkur á hótelherbergi. Spaið er samtengt Hótel Vestmannaeyjum og veitingastaðnum Einsa kalda og því ekki langt að fara á milli. Þetta er virkilega fallegt hótel en  anddyrið prýða fallegar myndir og guðdómlegur marmara stigi. Það var aldeilis dekrað við okkur en við fengum allar sér herbergi og þau stóðu svo sannarlega undir væntingum. Herbergin voru stílhrein og falleg og rúmin voru mjúk (en ekki of!) og góð. Fallegt útsýni skemmdi ekki fyrir.

Við skruppum út í skoðunarferð um Eyjuna, smelltum nokkrum myndum eins og okkur einum er lagið og yljuðum okkur svo í heitu pottunum í spainu. Kampavín, pottur og hressandi tónlist er virkilega góð upphitun fyrir skemmtilegt kvöld en ferðinni var heitið í pizzu og svo á Lundaballið, skemmtun sem var á vörum allra bæjarbúa að okkur heyrðist.

Morgunin eftir fórum við mishressar í morgunverðarhlaðborðið (en urðum strax hressari að sjá að hægt væri að búa til vöfflur) og áttum svo hádegisflug heim með Flugfélaginu Erni. Þetta var virkilega yndisleg ferð, myndavélarnar voru aldrei langt frá og settum við saman þetta skemmtilega myndband. Endilega kíkið á það!

Umsagnir

Selma: Minning sem lifir um ókomna tíð, það er held ég besta lýsingin á þessu ótrúlega skemmtilega og slakandi get-away-i sem við fórum í. Vestmannaeyjar eru einn fallegasti staður landsins og mér líður bara alltaf vel þar, sama í hvaða tilgangi ég kem. Eyjan hefur einhvern sérstakan róandi anda sem hellist yfir mann um leið og maður stígur frá borði. Flugmenn Ernis hljóta að vera með mjög hátt tímakaup en ég þyrfti að minnsta kosti að fá veeel borgað fyrir að þora að lenda þarna en það er kannski bara því að ég er mjööög flughrædd… en ég dó ekki ! Spaið fær topp einkun, ilmkjarnaolíur, slakandi tónar, heitir bakstrar, allt sem þreyttar sálir þurfa á að halda. Mér var meira að segja pakkað inn í klessuplast eins og kjúklingalærum á leið í matvöruverslanir, fróðlegt og öðruvísi. Gæsir, saumaklúbbar, vinkonuhópar, mæðgur, pör og allir sem vilja komast í góða ævintýraferð – þetta er málið <3

Amanda: Þetta var virkilega yndisleg ferð, ferðin hristi hópinn þvílíkt saman og ég skemmti mér bara ótrúlega vel. Það er ofboðslega hlýlegt og kosy í spainu og vel tekið á móti okkur, virkilega góð þjónusta. Sogæðastígvélin voru algjör snilld við þreyttum fótum og þetta var mjög slakandi. Það kom mér á óvart hversu flott hótelherbergið var, mér hefur oft þótt rúm á hótelum léleg gegnum tíðina en þetta rúm var fullkomið. Pottasvæðið er virkilega notalegt og hægt að eyða endalausum tíma þar, hvað þá með gott vín og tónlist. Herbergin eru í góðri stærð og sátum við t.d. allar saman í einu þeirra í mjúku sloppunum sem fylgja þeim, að gera okkur til fyrir kvöldið í góðum gír.

Ég mæli ótrúlega með svona ferð fyrir vinahópinn, árshátíðina eða pör, þetta var mjög dýrmæt upplifun.

Hildur Ýr:  Ekkert smá skemmtileg ferð í alla staði, að fara með góðum vinkonuhóp í svona ferð er must fyrir þreytta mömmu og að komast aðeins frá skólanum og heimilinu. Ferðin var ótrúlega vel skipulögð, við flugum frá Reykjavík til Eyja með Erni og byrjuðum við daginn á að fara í meðferðir hjá Heilsueyjan spa sem var snilld.

Heilsueyjan spa er mjög falleg, umhverfið rólegt og fagleg stofa með sem bíður upp á frábærar meðferðir, og starfsfólkið yndislegt. Við gistum á Hótel Vestmannaeyjar sem var æði! Þá meina ég æði, ótrúlega snyrtilegt og fallegt hótel og mæli ég með fyrir alla að gista þarna, hvort sem þú ert að fara að kíkja stutt til Eyja eða á þjóðhátíð. Vestmannaeyjar er minn heimabær og elska ég að koma þangað og skoða þessa dásamlegu eyju. Mæli með fyrir alla vinahópa að gera sér ferð, fara í spa og skemmta sér í Vestmannaeyjum, það er æðislegt.

Elísabet: Ég elska Vestmannaeyjar, svo yndislega fallegur staður og það er alltaf svo gaman og róandi að fara þangað (nei, ég hef ekki farið til eyja yfir verslunarmanna helgina haha) en það er ennþá betra að fara til eyja þegar það er tekið svona vel á móti manni, þvílík slökun og lúxus á öðru leveli að fara í spaið. Andrúmsloftið var frábært, starfsmennirnir mjög fróðir og tilbúnir til þess að aðstoða og deila með manni upplýsingum um meðferðir og öllu sem maður gat spurt útí, hótelið var dásamlegt og útsýnið úr herbergjunum var ómótstæðilegt, ef þið eruð að plana ferð með maka, vinkonum eða bara með sjálfum ykkur, þá mæli ég sterklega með að skella sér til eyja, fara í spaið og gista á Hótel Vestmannaeyjum. Ég var algjörlega endurnærð eftir þessa ferð og þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti.

Valgerður Sif: Vestmannaeyjar eru eins og mitt annað heimili, eða mér líður þannig. Það sem ég elska að koma þangað og sérlega góð tilbreyting að koma í dekur og slökun. Það var svo innilega vel tekið á móti okkur á Heilsueyjunni að ég hefði alveg getað flutt til eyja og búið í spa-inu! Róandi tónlistin tók á móti okkur um leið og við komum inn og starfsfólkið var alveg hrein dásamlegt! Sogæðastígvélin eru MUST fyrir þreytta fætur og ég myndi klárlega gera þetta vikulega ef ég gæti. Hótelið var frábært. Herbergin voru mjög fín og útsýnið alveg hreint dásamlegt. Morgunverðurinn sem var í boði var líka mjög vel útilátinn og ég get alveg sagt að ég naut mín í botn þar! Ég mæli sko 1000000% með að skella sér í helgarferð til Vestmannaeyja og gista á Hótel Vestmannaeyjum, hvort sem þið farið saman vinkonurnar, þú og makinn, mamma eða bara með sjálfum ykkur! Ég kom endurnærð til baka og styrkti vinkonuböndin í leiðinni <3 takk fyrir mig!

Takk æðislega fyrir okkur Heilsueyjan Spa, Hótel Vestmanneyjar, verslunin Geisli og Flugfélagið Ernir!

Facebook Comments