Öskubuskur á Sumac

Færslan er unnin í samstarfi við Sumac

Við hittumst þrjár saman úr Öskubusku og áttum frábært kvöld á Sumac. Við fengum okkur 7 rétta “meze” eða óvissuferð og stóðst hún allar væntingar. Meze þýðir að það koma einn eða fleiri réttir á borðið í einu sem allir deila saman. Þar sem það voru bæði alætur og vegan í hópnum þá kom stundum vegan útgáfa aukalega í staðin fyrir annað en sumu deildum við allar.

Það kom virkilega á óvart hversu fjölbreyttur maturinn var, kokkar Sumac eru greinilega óhræddir við að prófa sig áfram með ólíkar bragðtegundir. Allir réttirnir voru hver öðrum betri og eftir þessa reynslu er ekki hægt annað að mæla með óvissuferðinni svo að hægt sé að upplifa sem mest.

Umsagnir

Amanda: Þetta er flottasti vegan seðill sem ég hef séð og smakkað. 10 af 10! Ég mun klárlega vera reglulegur gestur á Sumac og hvet alla til að smakka óvissuferðina, ég hefði ekki viljað missa af neinu.

Hildur Ýr: Ótrúlega flottur og góður staður. Ég er lítið fyrir að prófa einhvað öðruvísi og nýtt en fór á Sumac með opið hugafar um að prófa eitthvað nýtt. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum og kom mér á óvart hvað allt hjá þeim var gott, bæði vegan maturinn og þessi sem alætur borða. Ég gef staðnum 10 af 10 með framandi og frábærum mat og fyrir æðislega þjónustu.

Selma Sverris: Ég segi það sama og Hildur Ýr, ég er almennt frekar léleg að smakka framandi mat og vil helst hafa allan mat eins ‘venjulegan’ og hægt er. Þarna ákvað ég samt að vera opin fyrir nýjungum og smakka allt og meira að segja ákvað ég að smakka beikonvafðar döðlur sem mér hefur margoft boðist að smakka en alltaf ákveðið að mér þættu þær ekki góðar! En viti menn þær voru mjög góðar.

Óvissuferðin er frábært tækifæri til þess að upplifa sem mest og prófa sem mest nýtt í einu. Maturinn var skemmtilega öðruvísi og eginlega allt annað en ég hef nokkurn tíman smakkað. Einstaka flatbrauðið þeirra með paprikusalsanu var eitthvað sem ég gæti auðveldlega lifað á!

Marakóska mætir hinu hefðbundna íslenska á skemmtilegan hátt og drykkirnir okkar voru ekki síðri. Sumac er tilvalinn staður fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt.

 

Stökkar falafel bollur með jurtasósu

Reyktar döðlur með quinoa annars vegar og beikonvafðar döðlur hins vegar

Himneskt flatbrauð með geggjaðri paprikusósu og hummus

Grillað romain salat með stökkum, krydduðum kjúklingabaunum í sósu með úr vegan mayones grunni

Ofnbakað blómkál, magnað smælki með vegan mayo og lambarif með linsubaunum

Síðast en ekki síst, pistasíuís í epla og mintusósu með bræddum sykri

Sumac bíður upp á frábæra þjónustu, æðislegan mat og skemmtilegt andrúmsloft. Við mælum eindregið með að taka vinahópinn, fjölskylduna nú eða deitið að smakka saman framandi mat.

Takk kærlega fyrir okkur Sumac!

Facebook Comments

Share: