Öskubuska FIT

23030570_10155002500310983_385857548_o

Fyrir stuttu síðan byrjuðum við nokkrar hjá Öskubusku í átaki hjá þeim Sif og Guðjóni hjá Trainer.is. Við erum allar með ólíkar áherslur en erum allar staðráðnar í að gera okkar besta og vinna að okkar markmiðum.

Sif og Guðjón hjá Trainer.is leggja mikinn metnað í stafið sitt og hafa þau yfir 20 ára reynslu af þjálfun í sal ásamt því að bjóða upp á einstaka náglun í fjar- og næringarþjálfun, en þau notast við heilsumarkþjálfun. Heilsumarkþjálfun gengur út á það að finna orsökina og vinna þannig úr “vandamálinu” ef svo má kalla. Ef unnið er með grunninn þá eru svo miklu meiri líkur á því að maður nái að festa nýja lífstílinn í sessi. Í stað þess að einblína á hitaeiningar, kolvetni, fitu, prótein og það sem þarf að forðast, þá leggja þau áherslu á að viðskiptavinir sínir skapi sér sína eigin hamingju og heilbrigt líferni sem er sveigjanlegt, skemmtilegt og án afneitunar, öfga og mismikils aga.

Við stelpurnar eru ótrúlega spenntar fyrir þessu átaki og erum komnar mis langt en í heildina eru þetta 10 vikur sem við leggjum upp með. Við ætlum að leyfa ykkur að fylgjast með árangrinum okkar, æfingum og deila með ykkur uppskrifum og fróðleik. 

Endilega fylgist með okkur á snappinu okkar – oskubuska.is þar sem þið fáið betri innsýn í átakið 🙂

Þess má einnig geta að í dag opnaði Trainer.is vefverslun. Af því tilefni bjóða þau 30% afslátt af vörum í vefverslunni sem og af annari þjónustu hjá þeim til 1.desember með kóðanum trainer17 (Tilboðið gildir þó ekki á fjarþjálfun með viðtali né næringarþjálfun með viðtali).

oskubuska.jpg

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *