Óskalistinn og must haves // Hárvörur.is

Óskalistinn og must haves // Hárvörur.is

Ég hef nokkrum sinnum gert svona óskalista/must haves á blogginu og finnst það rosalega skemmtilegt. Kannski því þá fæ ég útrás fyrir smá window shopping sem við elskum held ég öll (nei grínlaust ég stend mig svo oft af því að vera komin inná einhverja síðu að skoða útsölu úrvalið hjá fyrirtækjum)! En, ég ætla að taka nokkur blogg þar sem ég fer í gegnum smá óskalista og must haves frá hverju fyrirtæki fyrir sig.

Hér langar mig að deila með ykkur nokkrum vörum frá Hemma hjá Hárvörum sem mig langar til að prófa eða hef prófað og vill halda áfram að nota. Ég ætla að byrja á að taka það fram að ég hef nokkrum sinnum fengið vörur að gjöf frá Hemma en þessi færsla er ekki kostuð eða styrkt að neinu leiti af Hárvörur.is.

Fyrsta varan er Colour Spangles frá Leyton House en það eru litirnir sem ég hef notað í hárið á mér undanfarið. Ég fékk að gjöf frá Hemma nokkkra liti til að prófa, prófaði þá alla og er núna alveg ástfangin. Síðast var ég með Cherry Berry rauða litinn í hárinu og núna er ég með Sour Grape. Ég þarf alltaf að eiga allavegana 2 túpur af lit og helst nokkra mismunandi liti – bara svona ef the mood strikes me og mig langar að skipta um hárlit.

Næstu vörur eru allar frá REF Stockholm en ég hef núna í alveg þó nokkra mánuði notað Illuminate Color sjampóið frá þeim  og hárnæringuna og gerði blogg um það hér. Ég gerði þetta blogg í lok mars og núna á hálfu ári er ég bara búin að nota einn og hálfann sjampóbrúsa og sama með hárnæringuna. Þetta endist ENDALAUST og hárið mitt hefur aldrei verið jafn fínt. En út frá því er ég búin að vera að skoða fleiri vörur frá REF Stockholm og er eiginlega æst í að prófa Illuminate Color maskann og líka Firm Hold Spray ! Gaman að segja frá því að þau eru líka með sætustu travel sized flöskur ever sem ég verð að eignast fyrir næsta ferðalag.

Svo er komið að HAIRBURST! Ég tók það fyrir í blogginu sem ég minntist á hér að ofan því holy hell – það virkar svo vel! Ég fékk að gjöf Beauty Bear vítamínin fyrir svolitlu síðan (ég fékk hár og húð vítamínin) og sá að þau gerðu hellings mun, failaði hinsvegar á því að taka fyrirmynd en þau hjálpuðu húðinni minni alveg þvílíkt en hún er búin að vera með einhverja unglingastæla undanfarið og ég steypist alltaf útí þvílíkum kýlum bara – mjög næs. HINSVEGAR! Ég á bara ógeðslega erfitt með að borða hlaup á morgnana þó það sé hollt og allt það svo ég kýs frekar Hairburst yfir það þar sem það er í töfluformi, en fyrir þá sem eru ekki með major texture issues þá er Beauty Bear klárlega málið (sé akkúrat á síðunni að það er nettilboð á öllum 4 vítamínunum ef þú kaupir þau öll saman, hint hint).

Þá höldum við áfram en með því að taka vítamín fyrir húð og hár finnst mér bara viðeigandi að hugsa betur um húðina á mér svona almennt. Ég er týpan sem fór alltaf að sofa með make-up’ið á sér og skildi svo ekkert í því afhverju húðin mín hataði mig alltaf (stórt ugh á 20 ára Ingibjörgu). Olay vörurnar eru vörur sem ég er rosalega spennt fyrir. Olay Essentials vörururnar, þ.e Facial Cleansing gelið, hreinsimjólkin og tónerinn kalla eiginlega nafnið mitt þar sem ég (belive it or not) er ekki með neina húðrútínu þegar ég þríf andlitið á mér á kvöldin. Tek yfirleitt bara eitthvað og bómul og þurrka framan úr mér og ef ég man eftir því set ég rakakrem (jájá, þið megið skamma mig).

Það er fullt af vörum í viðbót sem mig langar að prófa hjá þeim en læt þetta duga í bili – mæli með að þið skoðið úrvalið hjá þeim á heimasíðunni þeirra hér.

Þangað til næst!

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: