Óskalistinn minn

wishlist2

Færslan er ekki kostuð // There was no collaboration

Mig langar að hefja reglulegan lið um vörur sem ég er spennt fyrir, langar að eignast eða eru í pöntun og hafa það allt sameiginlegt að innihalda ekki dýraafurðir.

Ég reyni að hafa listann fjölbreyttan hverju sinni og vel þar úr snyrtivörur, fatnað og heimilisvörur en ég hef mjög gaman af því að skoða, kynna mér vörur og meta hvað gæti mögulega ratað heim til mín í framtíðinni. Ég mun blanda saman vörum sem fást á Íslandi og á erlendum netverslunum. Vona að þið hafið gaman af!

-English-

I want to write a post on a regular basis about products that I‘m excited about, wants to buy someday or has already ordered. All these things will always have the common thing of being vegan.

I will try to keep my wish list versatile – including products like cosmetics, clothing, household ware etc. Internet „window shopping“ is something I really enjoy doing so this is also a fun way for me to keep tabs on what I‘m interested in, and what might just go to my shopping cart later on. I hope you will enjoy this!

 

Veja skór

Ég hef lengi haft augun opin fyrir þessu skó merki sem hannar aðallega strigaskó. Hönnunin minnir á strigaskó frá merkinu New balance en þessir eru vegan. Ekki eru þó allir Veja skór vegan, en hér getið þið séð allar vegan útgáfur þeirra, og hér er skóparið sem ég heillast mest að.

Skórnir eru ekki einungis fallegir heldur flokkast Veja einnig undir sustainable fashion þar sem reynt er að nýta endurvinnanlega hluti í skógerðina, svo sem plastflöskur, gúmmí og endurunnið polyester.

-English-

I have had my eye on Veja shoes for a while. They provide awesome sneakers with transparency which is great, as I have been trying to look more into ethical clothing, not only that comes to animals but also for the enviroment and fair working conditions. These sneakers remind of New balance, but these are vegan! Not all veja shoes are, but you can see their vegan collection here.

Veja shoes strive for sustainability and try to use recycled materials such as plastic bottles, rubber and recycled polyester.

 

Missguided kápa

Ég á ljósbleika kápu frá Missguided sem hefur reynst mér einstaklega vel. Hún er falleg, klassísk og akkúrat í sniðinu sem mér líkar. Ekki skemmir fyrir að gæðin voru betri en ég bjóst við og langar mér því aðra svipaða, í gráu. Grár er einn af mínum uppáhalds litum í fatnaði og það má segja að ég sé komið með ansi myndarlegt safn af gráum flíkum.

-English-

I have a light pink coat from Missguided that I‘ve worn quite alot. It is pretty, classic and I love the style. It came out in much better quality than I expected and I would like to get a similar one, in gray. Gray is one of my favorite color when comes to clothing and you could say that I have aquired quite the collection of gray clothes.

Prisma motta

Við Biggi keyptum okkur fyrstu íbúð okkar í maí 2017, og höfum verið að gera hana fína hægt og rólega (mjög hægt haha) en við fáum reglulega valkvíða og tökum engar hraðar ákvarðanir þegar velja á nýjar mublur eða breyta til. Þessi motta hefur þó verið á óskalistanum lengi en hún myndi sóma sér vel inn í svefnherbergi og er hægt að snúa henni við þar sem hún er ekki eins á litin sitthvoru megin. Svefnherbergi hefur helst setið á hakanum hjá okkur og myndi svona motta gera mikið fyrir rýmið.

-English-

Me and my boyfriend (Biggi) bought our first home in May 2017 and we have been making it nice and homey. We have been kind of taking it slow in buying new house items (very slow haha) as we regularly have a dilemma over what to choose for the house.

This mat has been on my wish list for a while as it would look great in our bedroom. It is reversible and has different colors on each side. We haven‘t done much with our bedroom and I think this kind of mat would really brighten up the space.

 

Votch úr

Ég rambaði á þetta merki fyrir nokkrum vikum og er í sjokki hvað þetta eru fallegar vörur. Næst þegar ég versla mér úr verður Votch klárlega fyrir valinu en ég fékk þó mikinn valkvíða yfir öllu fallegu litunum sem í boði eru. Ég er rosalega skotin í þessari týpu, en hún passar við flest allt og er einfaldlega sjúklega töff. Votch hefur það að stefnu að nota endurunnin efni þegar hægt er, og eru úrin alveg laus við dýraafurðir.

-English-

I found out about this brand a few weeks ago and I was stunned by the beauty of these watches. Next time I‘ll buy a watch, I will definitely order from Votch. I will have a hard time choosing a color and style though! I really love this style, it works with everything and just looks insanely cool. Votch brand tries to use recycled materials when possible and all their watches are vegan.

Skyn Iceland Micellar cleansing water

Ég er mikill aðdáandi micellar hreinsivatna (já, ég veit bara ekki hvað það heitir á íslensku) en þar sem ég hef ekki getað fengið skýr svör um vatnið sem ég notaðist áður fyrr við (hvort það innihaldi dýraafurðir eða ei) þá hef ég verið í leit að nýju. Þessi vara er glæný hjá Skyn Iceland og fæst á nola.is. Ég mun klárlega næla mér eitt stykki.

-English-

I‘m a big fan of micellar cleansing water but I can‘t get straightforward answers about if my previous micellar water is vegan. I started looking into new ones and came across this product from Skyn Iceland. I have other Skyn Iceland products that I love so I will definitely give this one a go.

Þar til næst!

25394161_10155102685835983_63182946_n

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments