Óskalistinn : Heimilið

Óskalistinn : Heimilið

 

Ég elska að skoða falleg heimili t.d. á pinterest,  eða hjá öðrum bloggurum og fá hugmyndir hvað ég gæti gert betur heima hjá mér, þó mér líkar mjög vel við íbúðina mína eins og hún er núna en þá er alltaf eitthvað sem manni langar að breyta , held að allar konur þekkji það haha. Við erum núna á fullu í framkvæmdum í svefnherberginu og vorum að taka veggfóður af veggnum sem við settum upp árið 2013 og við vorum komin með nett ógeð af því. Ég mun fara betur yfir svefnherbergið í aðrari færslu þegar allt er tilbúið.

Hér eru nokkrir hlutir sem eru á óskalistanum mínum –

 

 

 

1.  Okei okei ég er eigilega búin að vera leita af rétta sófaborðinu við nýja sófan okkar,  við keyptum okkur nýjan sófa í sumar og hann er með tungu báðum megin, sófaborðið sem við erum með núna er s.s alltof stórt og passar eingan vegin þarna við.  Svo ég er á báðum áttum hvort borðið ég ætti að kaupa, mér finnst hringborðið svaka stílhreint og fallegt en unnusti minn er ekki alveg sammála mér þar.  En svo finnst mér þetta hvíta með svörtu fótunum mjög fallegt líka.  Ég þarf að hugsa þetta vel haha.

Hring sófaborð fæst í rúmfatalagernum – HÉR og hvíta með svörtu fótunum fæst í Ilvu- HÉR

2. Eigum við að ræða hvað þetta er sjúklega flottar mynd/ir  ??!  Þetta er s.s tvær myndir sem mynda sama viðfangsefnið,  mér finnst þetta svo ótrúlega fallegt og ég gæti hugsað mér að setja þetta á vegginn inní svefnherbergi eða í stofunni fyrir ofan sófann, hef ekki ákveðið það enþá en þessar myndir verð ég að eignast inná heimilið mitt og það strax !!

Myndirnar fást hjá Kreo.is – HÉR 

 

3.  Æj verður maður ekki að vera með í tískunni?  Mér finnst þessir bollar svo ofurkrúttlegir og mér langar allavega að eiga 1-2 múminbolla.  Ég man bara eftir því að ég var að horfa á múmínálfana þegar ég var lítil og þeir eru svo krúttlegir.

Múmínbollarnir fást í Líf & list- HÉR

4.KASTEHELMI Krukka – Svo falleg á öll heimili.

Fæst í Líf & list- HÉR

5. Mér langar rosalega í spegil inní stofu og hef hugsað mér að kaupa hring spegil.  Ég hef aðeins verið að skoða í kringum mig og mér finnst þessi frá Ilvu mjög fallegur.

Hring spegil fæst í Ilvu – HÉR

6. Mér langar svo í falleg grá sænguver. Ég hef ekki enþá fundið hinu fullkomnu gráu sænguver sem mér langar í, vonandi finn ég þau bráðlega. Ef þið vitið um falleg sænguver þá megi þið endilega benda mér á þau.

*Þangað til næst*

 

hilduryr

Þið getið fylgst með mér á instagram @hilduryrolafs

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: