Óskalisti í barnaherbergið

Óskalisti í barnaherbergið

Það eru til svo ótrúlega mikið af fallegum hlutum sem er hægt að fá í barnaherbergi. Ég er með langan lista sem mér langar í til að gera herbergið hans Viktors fullkomið. En það er ekki alltaf hægt að eignast allt sem manni langar í.  Ég ætla setja hér uppáhaldshlutina á óskalistanum mínum sem ég ætla mér að eignast einn daginn.

Það fyrsta á óskalistanum mínum er þessi gullfallegi Draumafangari.  Ég rakst á síðuna Draumasmiðjan á facebook og kollféll fyrir þeim. Ég hef ekki hætt að hugsa um þá síðan ég sá þá og þeir eru klárlega efst á kauplistanum hjá mér. Hægt er að fá draumafangarann í mörgum mismunandi litum og líta þeir svo ótrúlega vel út í barnaherberginu.Tilgangurinn með þeim er að vernda börn gegn vondum draumum og hefur vafningurinn inní hringnum það hlutverk að grípa vondu draumana og hleypa eingöngu þeim góðu í gegn.  Þeir eru hannaðir af tveimur þriggja barna mæðrum.  Einnig eru þær með Draumaóróa sem er nýtt hjá þeim og er hann mjög fallegur fyrir ofan rúmið.

Draumafangarinn fæst hér.

1507065_868969269790690_5141768256778072293_n_1024x1024

Mig er búið að langa svo ótrúlega lengi í þessi sængurver sem fást hjá Sirkusshop.is. Þau eru svo ótrúlega falleg og stílhrein. 100% lífræn bómull og hægt er að fá þau í þremur mismunandi litum.

Hér getið þið séð sængurverin.

rc-40031743-510x510

Lego geymslukassi er ótrúlega flottur í öll barnaherbergi, hann er ekki bara fallegur heldur líka ótrúlega sniðugur til að geyma kubba eða dót. Mér er búið að langa svo lengi í svona kassa inní herbergið hans Viktors. Ég ætla mér að eignast þennan kassa einn daginn.

Hægt er að fá þá í allskonar stærðum og litum inná heimkaup.is eða epal.is

panda-love-3

Ég verð svo að eignast þetta pöndu plakat sem fæst á Minimo.is. Það er svo ótrúlega fallegt og krúttlegt og passar inní öll barnaherbergi.  Já eins og ég sagði,  ég verð að eignast það inní herbergið hans Viktors Óla.  Minimo eru með svo ótrúlega fallega verslun og hægt er að fá fleiri plaköt hjá þeim.

Hér er hægt að kaupa plakatið.

cloud_1024x1024

Fallegur skýjasnagi sem fæst á Sirkushop.is . Mig vantar akkurat snaga fyrir peysur og jakka og þessi er klárlega á listanum.

Hér er hægt að finna snagan.

Þetta er bara brot af þeim hlutum sem mig langar í og eru klárlega efst á listanum þessa stundina 🙂

Þangað til næst <3

hildur

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: