Óskalisti fyrir leikskólann

Óskalisti fyrir leikskólann

Sonur minn er að byrja á leikskóla á morgun, já ég bara hreinlega vissi ekki að þetta væri svona merkilegur atburður fyrr en mitt eigið barn kom til sögunnar. Aftur á móti hef ég unnið á leikskólum og þar hófust miklar pælingar hjá mér um klæðnað barna, þægindi og gæði. Því fara fram miklar pælingar á mínu heimili í þessum töluðu orðum.

 

  1. Stígvél á litla gorminn, mér finnst mikilvægt að þau séu ekki of mjúk/lin efst, þannig að það sé ekki bras að setja utan yfir.
  2. Þunn lambhúshetta finnst mér vera nauðsynleg í vetur en einnig er hægt að hafa húfu og hálskraga sem koma að sömu notum, lambhúshettan er líka oft góð innan undir og þægileg þegar það er hvorki heitt né kalt úti.
  3. Leikskólagallinn þarf að vera þægilegur og þarf að þola svolítið mikið. Jogginggalli frá Cornelli Kids er algjörlega málið í leikskólann. Ég keypti einn slíkan í ágúst og ég held ég verði búin að ofnota þetta sett þegar kemur að því að mæta í leikskólann! Þið finnið Cornelli Kids á facebook og instagram.
  4. Ullargalli er svo mikil snilld til að smella þeim í innan undir þegar slabbið byrjar, það er ekki alveg snjógallaveður en pínu kalt að vera bara í pollagallanum, þá eru ullar eða flísgallar alveg ofboðslega þægilegt til að smella krílunum í innan undir. Gallarnir eru líka þægilegir þegar fer að vora en veður er kannski ekki nægilega gott til að vera bara úti á peysunni. Þessi galli á myndinni er úr Eirberg en sonur minn fékk tvo svoleiðis í skírnargjöf og þeir eru svo dásamlegir og ég sver þeir stækka með börnunum! Ég skilaði hvorugum heldur notaði þá báða gersamlega út í eitt og það sér varla á þeim samt sem áður. Ég hugsa því að ég velji bambullargallann frá Eirberg aftur í ár.
  5. Góður pollagalli er mikilvægur. Mér finnst pollagallinn frá Wheat ofboðslega sætur og þeir koma í virkilega fallegum litum en þeir fást í Bíum Bíum og veit ég að þau eru í óðaönn að taka upp útifatasendinguna þessa dagana í Lágmúlanum.
  6. Góðir kuldaskór eru mikilvægir á kalda Íslandi og er meira að segja alveg hægt að sleppa við stígvél á þau allra minnstu ef kuldaskórnir eru góðir. Þessir Kavat skór finnst mér virkilega fallegir og passa við allt.
  7. Hlýir sokkar, já og vettlingar auðvitað. Sonur minn er svo heppinn með ömmur að hann verður í öllu heimaprjónuðu í kuldanum í vetur.

 

Þangað til næst <3

Author Profile

Selma

Selma er 27 ára móðir frá Húsavík. Búsett í Reykjavík ásamt syni sínum Val Frey (2017). Hún er með Ba. próf í almennum málvísindum og leggur nú frekari stund á nám í íslensku við Háskóla Íslands. Áhuginn liggur í flestu tengdu Íslandi og íslensku en einnig öllu sem viðkemur móðurhlutverkinu, heimilinu, lífsstíl, þrifum, skipulagi og svo mörgu öðru.


Facebook Comments