Við fjölskyldan festum kaup á húsi núna fyrir stuttu síðan og vorum að fá það afhent í síðustu viku. Við þurfum aðeins að breyta, laga og bæta áður en við flytjum inn en ætlum að reyna okkar besta, með hjálp frá okkar nánustu, að reyna að klára þessar breytingar núna í vikunni svo við getum flutt í þeirri næstu. Ef við náum því ekki þá vinnum við þetta bara hægt og rólega eftir að við erum flutt inn.
Ég er mikið búin að spá í því hvernig ég vilji skreyta nýja heimilið og gera það notalegra, en ég er búin að setja saman smá óskalista yfir hvað ég væri til í í nýja húsið. Langaði að deila þessum óskalista mínum með ykkur.
Ef þið viljið fylgjast með framkvæmdum þá ætla ég að vera virk á instagram þannig að þið getið fylgt mér þar -> hildurhlin
- String hilla
Þessi hilla finnst mér svo falleg, ég væri til í eina hvíta sem ég gæti haft inni í eldhúsi.
- Tom Dixon ljós
Mig langar í nýtt ljós fyrir ofan stofuborðið og hef verið ansi heit fyrir þessum Tom Dixon ljósum. Held þau passi vel við öll tekk húsgögnin sem ég er með.
- Hægindastól með skemli úr IKEA
Ég er með eitt horn sem væri alveg kjörið fyrir hægindarstól – reyndar líka jólatréð, en það getur víst ekki verið uppi allt árið 😉 Ég var búin að sjá þennan hægindarstól í Ikea fyrir einhverju síðan og held að svona stóll í miklum lit myndi passa vel inn.
- Hilla út Söstrene Grene
Ég er alveg með fullkomin stað fyrir þessa og er viss um að hún eigi eftir að njóta sín við hliðina á sjóvarpsskenknum okkar.
- Stoff kertastjakar Snúran
Ég er ansi heilluð af þessum stjökum, væri til í kannski 3-5 stk. svo maður gæti raðað þeim skemmtilega upp
Author Profile

-
Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.
Latest entries
Uncategorized2020.04.07Kókoskúlur
Uncategorized2020.03.26Hugmyndabanki fyrir inniveru
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir HEIMILIÐ
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir UNGLINGINN
Facebook Comments