Optiat maskar og skrúbbar

Optiat maskar og skrúbbar

Eftirfarandi vörur voru fengnar að gjöf en allar skoðanir eru mínar eigin. 
The following products were a gift from Optiat, how ever all opinions are my own. English version below.

Ég fékk um daginn sendann pakka frá Optiat,  en Optiat er fyrirtæki sem sérhæfir sig í náttúrulegum húðvörum sem framleyddar eru á sjálfbæran hátt.  Ég er með rosalega kjánalega húð en ég get ákveðnar vörur bara í ákveðinn tíma, skiptir engu máli hvort um sé að ræða förðunarvörur eða aðrar húðvörur eða sjampó svo mér datt í hug að þetta gæti verið þess virði að prófa. Pakkinn sem ég fékk heitir BE GOOD PAMPER KIT . Byrjum á umbúðunum, kassinn sem vörurnar komu í var ótrúlega einfaldur en samt fallegur – greinilegt að þau leggja metnað í að hafa þetta sem skilvirkast fyrir neytandann. Það fylgdi ýmiskonar fróðleikur með sem var mjög gaman að lesa.

Inní kassanum voru svo 4 skrúbbar og 4 maskar. Þar af voru 2 maskar fyrir konur og 2 fyrir kalla – en ég ætla að nota þá alla. Það er bara þannig, ég er nú þegar búin að nota PICK ME UP COFFEE SCRUB og NOURISHING OG HYDRATING FACE MASK og báðir lofa mjög góðu, eftir skrúbbinn ilmaði ég án gríns unaðslega og húðin á mér varð mýkri en húðin á Huldu Maríu svo ég get ekki kvartað. Með maskana þá ætla ég að prófa hina líka áður en ég mynda mér skoðun en ég varð ótrúlega mjúk af þessum sem ég prófaði allavegana og er ótrúlega spennt að prófa hina og lofa að láta vita um leið og ég hef myndað mér alminnilega skoðun.

ENGLISH

The other day the wonderful people at Optiat sent me a package! Optiat is a company that specializes in natural, sustainable skin products. I have /the worst/ skin when it comes to products, doesn’t matter if it’s make-up, skin care or even shampoo. I can’t tolerate the same product for a long period of time so I thought Optiat might be great option to try. They sent me the BE GOOD PAMPER KIT. Let’s start with the packaging. Wonderfully simple and elegant and they really focus on getting their message across in an efficiant way. Included with the kit was all sorts of information about their products which was very fun and educational to read.

This kit includes 4 different body scrubs and 4 different face masks, 2 of them are intended for men and 2 for women but to heck with it I will be using them all. I’ve already used PICK ME UP COFFEE SCRUB og NOURISHING OG HYDRATING FACE MASK and both are very promising. After using the scrub my body smelled heavenly and my skin was softer than my 2 year old daughters skin – so I have no complaints there. Same with the face mask, my skin was extremely soft after using it but I’m going to use all 4 before forming a definit opinion, but I’ll make sure to let you guys know!

 

Þangað til næst!

 

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: