Ó, þú elskulega make-up!

Færslan er ekki unnin í samstarfi eða kostuð (af öðrum en Tryggva hehehehehe)

Ég hef svo gaman af því að mála mig, fikra mig áfram og prófa nýja hluti. Ég er þekkt fyrir að mála mig kannski ekki beint hefðbundið en hey, það er bara gaman. Ég er ekki menntaður förðunarfræðingur eða neitt. Fyrir mér er þetta bara tjáningarleið og ég get gleymt mér endalaust fyrir framan snyrtiborðið mitt þar sem þetta er svo gaman.

Ég á ekki mikið af málningardóti, eina Morphe pallettu, nokkra bursta og helling af glimmeri og vilja og langaði að sýna ykkur nokkrar myndir af því sem ég hef gert.

15095003_10154794473514885_6828262299339308061_n

16427375_10155065397799885_2691381273458049795_n

16473048_10155065398149885_3889361965458496562_n

Falleg húð er svo mikilvæg fyrir mig og það fer alltaf lang lengstur tími í húðina og augabrúnir, sem er kannski ekkert skrýtið þar sem ég teikna augabrúnirnar alltaf á mig – og þá yfirleitt fjólubláar, bleikar eða brúnar. Svo yfirleitt er my go to að bleyta upp í burstanum mínum með Liquid Sugar (sem fæst hjá haustfjord.is hér) og dýfa ofan í augnskugga áður en ég set hann á augnlokið. Halloóó poppin’ litur.

16864734_10155144801599885_3793371527132339202_n

17499327_10155238986444885_4275232795363267849_n

19958928_10155601200184885_5580944440119657711_n

19225531_10155517739604885_6254807777079076682_n.jpg

13435369_10154322163564885_3111342410412131779_n

13754522_10154436763904885_3213193410811338437_n

Ah, hombre augabrúnir – elska þær! Ég notaði alltaf bara varablýanta frá L.A Girl til að teikna þær á en hef núna fært mig alveg yfir í liquid lipsticks og er í augnablikinu að nota Ofra í litnum Hollywood sem fæst hjá fotia.is hér.

14519866_10154651089904885_5278446816368554755_n

21077730_10155752366224885_7282537665142788533_n

 

Öll glimmerin sem ég nota eru frá Dust & Dance en það fæst hjá Haustfjörð.is hér.
Farðinn sem ég nota og augnprimer er frá Milani og fæst einnig hjá Haustfjörð.is hér.
Augnhárin sem ég hef verið að nota eru öll Eyelure en ég hef verið að kaupa þau í Hagkaup.
Highlighterinn sem ég nota er frá Sleek og heitir Disorted Dreams en hún er á tilboði á 1.990 hjá Haustfjörð.is hér þar sem Sleek er að hætta í sölu hjá henni. Mæli með að næla sér í eintak áður en þær seljast upp!
Highlight og contour kittið sem ég svo nota er frá Kat Von D og fæst ekki hér á landi, ef það er einhver sem vill vera burðardýrið mitt fyrir Kat Von D snyrtivörur sendið mér skilaboð. Eyelinerinn hennar er to die for, en sá sem ég nota núna og kemst næst því að vera jafn góður og Kat Von D er Art-ki-tekt og fæst hjá Haustfjörð.is hér

Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: