Nýtt í CENTRO

Nýtt í CENTRO

Ég kíkti í gær aftur í Centro á Akureyri (hina færsluna sjáiði hér) og maður fer aldrei vonsvikinn eða tómhentur út þaðan! Það er allt orðið svo sumarlegt og fallegt í fatavali að ég hálf hringsnérist bara í heimi allskyns blómamynstra. Það var ótrúlega gott í hjartað.

Fyrst er það þessi guuullfallegi samfestingur en eins og ég tók fram í síðasta bloggi kolféll ég fyrir samfestingum í síðustu heimsókn. Hann fæst á 7.990!

Svo er það þessi rúllukragabolur og þessi sjúki jakki. Rúllukragabolurinner á 3.990 og er fullkominn við fallegt pils eða smart buxur, og jakkinn? Jesús almáttugur. Eitt af því sem ég hef lært á því að fara í Centro er að máta hluti sem ég myndi venjulega aldrei fara í, litríkar flíkur, mynstraðar.. Þetta er eitt af því og vitiði hvað? ÉG ELSKA ÞENNANN JAKKA! Myndi fara í honum í atvinnuviðtal hann er svo flottur og léttur.

Og auðvitað geymi ég það besta þar til síðast. En ég bara varð að eignast þennann jakka. Denim on denim er eitthvað sem mér finnst bara orðið sjúklega flott og þessi jakki bókstaflega æpti nafnið mitt þegar ég labbaði inn í búðina, hann er á 9990!. Mesh samfellan er líka úr Centro og skórnir sem ég er í á efri myndinni.

Það er svo margt fallegt í búðinni þeirra núna að ég á ekki til orð.

Heppnin er með ykkur sem viljið kíkja í búðina í páskafríinu en það er opið á morgun í báðum búðunum (laugardaginn 31 mars) frá 10-17!

Ég mæli endalaust með því að þið kíkið inná facebook síðu Centro og svo getiði einnig fylgt þeim á instagram og snapchat undir notendanafninu centro_akureyri. Þið getið svo skoðað heimsóknina frá því í gær á snapchattinu mínu!

Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

28684876_10156283279759885_8266710494835774840_n

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: