Nýjungar frá Lancôme

Nýjungar frá Lancôme

Vörurnar fékk ég að gjöf óháð umfjöllun.

 

Um daginn fékk ég senda smá gjöf frá Lancôme á Íslandi. Held ég hafi talað um það nokkrum sinnum áður að ég sé svolítið hrifin af því merki. Gjöfin sem ég fékk að þessi sinni innihélt nokkrar frábærar nýjungar frá Lancôme.

 

Idôle ilmurinn

Ilmurinn Idôle er nýjasta afurð Lancôme, en hann er kraftmikill, heillandi og passar einstaklega vel fyrir nútímakonur. 

Ilmurinn er sérhannaður af þremur konum með yngri kynslóðina í huga sem og aðrar nútímakonur. Ilmurinn er fágaður en um leið einstaklega nútímalegur. Í ilminum má finna einstaklega ferskan rósailm, en hann er samsettur úr fjórum rósum sem ræktaðar eru á samyrkjubúi. Auk þess má finna ilm af tandurhreinni jasmínu og hvítum Chypre.

Flaskan er einstaklega skemmtileg, en hún vísar í yngri kynslóðina og er lögunin á henni eins og sími í laginu. Idôle flasan er þynnsta ilmflaska heimsins með sterkar útlínur og fágað rósargylt skraut. Flaskan á að liggja flöt á borðinu en þar kemur aftur vísunin í símann og nútímalegu nálgunina.

Andlit ilmsins er hin 22 ára gamla Zendaya, en hún er um þessar mundir ein áhrifamesta leik-og söngkona í heiminum. Hún er auk þess með yfir 60 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og einstaklega eftirsótt.Rose Sorbet Cyro Mask

Rose Sorbet Cyro Mask andlitsmaskinn er nýjasta viðbótin í Rósarlínuna hjá Lancôme, en það er lína sem einblínir á raka, næringu fyrir húð sem verður fyrir miklu áreiti eins og t.d. frá sól, vindi eða kulda.

Rose andlitsmaskinn dregur saman svitaholurnar, kælir og húðin verður þéttari, mýkri og fær fallegan lit. 

Maskinn er svokallaður 5 mínútna maski og ber maður hann á í þykkulagi yfir hreina húð og leyfir honum að vikra í 5 mínútur áður en maður hreinsar hann af með volgu vatni. 

Mér finnst æðislegt að nota þennan maska eftir að vera búin að þrífa húðina með Rose Sugar Scrub andlitsskrúbbi. En sá skrúbbur hreinsar burtu dauðar húðfrumur og gefur húðinni mjúkt og jafn yfirborð.

 

Rose Milk Mist

Rose Milk Mist er róandi og rakakgefandi úði sem frískar upp á húðlitinn og gefur húðinni 

fallegan ljóma. Úðann er hægt að nota yfir farða og ásamt því að gefa farðanum betri endingu, hentar hann einstaklega vel þeim sem þurfa auka raka”boost” yfir daginn. 

Þetta mist er algjört þarfaþing í veskinu hjá manni núna yfir veturinn. 

 

 

Í dag og út föstudaginn er 20% afsláttur af öllum Lancôme vörum í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ, auk þess fylgir kaupauki þegar verslað er fyrir 9.500 kr eða meira.

Fimmtudaginn 7. Nóvember er svo miðnæturopnun í Kringlunni, en þar verða Lancôme vörur á 20% afslætti í Lyf & Heilsu í Kringlunni sem og Hagkaup í Kringlunni.

 

// Fylgdu mér á instagram @hildurhlin

 

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share: