Nýja ungbarnalínan frá Childs Farm

Færslan er ekki kostuð, en höfundur fékk vörur til þess að prufa.

Eitt það sem Fannari mínum finnst skemmtilegast að gera er að fara í bað. Um leið og hann heyrir vatnið fara af stað í baðkerið ískarar alveg í honum og hann flýtir sér í átt að baðherberginu, stendur svo þar við hurðina bankar og bankar því hann vill komast inn og ofan í baðið. Þar spriklar hann og sparkar með dótið sitt, nýtur sín í botn og eyðir síðustu orkudropunum fyrir svefninn. Ég hef ekki verið að nota mikið af sápum eða örðum vörum á húðina hans þar sem að mér sýnist hann vera með frekar viðkvæma húð og fær stundum þurrkubletti, þó svo að hann sé ekki með exem eða neitt þess háttar, allavega eins og er. Ég sjálf er með frekar viðkvæma húð sem á það til að þorna fljótt (sérstaklega á veturna) og ef ég geri ekki mikið í því þá geta myndast exem, þannig að mig grunar að hann sé með svipaða húð og ég.

Ég var aðeins búin að skoða Childs Farm vörurnar og lesa mig til um þær þar sem að ég tók eftir að margar voru að nota þær vörur fyrir krílin sín. Það sem heillar mig mest við Childs Farm vörurnar er það að allar vörurnar eru 98% náttúrulegar og að þær innihalda engin slæm efni eins og paraben, litarefni, steinefnaolíur, SLES o.s.fr.  Þó svo að vörurnar séu markaðsettar þannig að þær séu ætlaðar börnum þá geta allir notað þær allt frá ungabörnum til eldri borgara, þá einkum fólk sem er með viðkvæma húð og húð sem hætt er við að fá exem. Allar vörurnar eru húðlæknisfærðilega prófaðar og samþykktar sem og samþykktar af barnalæknum.

screenshot_2016-09-08-13-47-39

Fannar Máni sáttur með nýju vörurnar

Ég gat varla leynt gleðinni þegar mér bauðst að prufa nýju ungbarnalínuna frá Childs Farm. En sú lína er væntanleg í búðir hérna á Íslandi í byrjun október. Ég fékk sendar nokkrar vörur og var vandræðalega spennt að fara út á pósthús og ná í pakkann. Pakkinn góði innihélt freyðibað, bossakrem, rakarem, nuddolíu og baðsápu.

57c802d5cbfc9Baby bedtime bubbles: Freyðibað fyrir þreytta litla kroppa með dásamlegum ilmi af lífrænni tangerínu. Freyðibaðið gefur húðinni aukinn raka auk þess að róa og sefa lilta huga fyrir hátinn. Ég hló smá þegar ég las þetta utan á flöskunni og benti Halldóri á og sagði “það stendur að þetta eigi að gera hann rólegri” en Fannar er ekki alveg þekktur fyrir að vera rólegur eftir bað, það að fara í föt eftir bað er það hræðilegasta sem hann veit. En í þessi skipti sem ég hef notað freyðibaðið þá er hann hinn rólegasti á eftir og ég get dúllað mér við að þurrka hann og klæða í. Ég var ekki alveg að trúa þessu og fannst okkur þetta hreint út sagt magnað. Í byrjun fannst Fannari ansi skrýtið að fara í freyðibað, hann skildi ekki alveg bubblurnar og afhverju dótið sitt hvarf inn í þær. En eftir stutta stund þá varð hann spenntur og lék sér með þær og fannst hrikalega fyndið þegar við blésum á þær.

57c800f7de0cf

Nappy Cream: Bossakremið er margverðlaunað krem. Það er ilmefnalaust og verndar viðkvæmasta svæði ungra barna og gefur raka til þess að verjast bleiuútbrotum og ertingu. Þetta krem er líka gott rakakrem fyrir fullorðna með þurra húð og exem. Ég hef ekki þurft að nota mikið bossakrem á hann Fannar en ég prufaði það samt á smá bleiuroða og roðinn var farinn daginn eftir. Smellti reyndar líka smá doppu á þurran blett á hendinni minni og fannst mér þetta krem svínvirka 🙂

57c8024e10306

Baby wash: Létt og ilmefnalaus hár- og líkamssápa með rakagefandi Argan olíu. Þessi sápa hentar frá fyrsta þvotti ungbarna og áfram. Ég hef verið smá smeyk við að nota sápur á Fannar, þá sérstaklega hárið. En þegar ég fékk þessa í hendurnar þá stóðst ég ekki mátið og prufaði. Ég prufaði hana fyrst á sjálfri mér og fannst hún gefa góðan raka og auk þess eru hún alveg ilmefnalaus sem mér finnst vera stór plús fyrir svona sápur. Fannari líkað líka vel við sápuna og fannst voða notalegt að láta mömmu þvo smá á sér hárið í fyrsta skiptið 😉

57c803519bbaf

Baby moisturiser: Létt og gott rakakrem fyrir ungabörn, sem inniheldur nokkur af bestu rakagefandi efnum frá náttúrunnar hendi, Shea & Cocoa smjör. Þetta rakakrem er sérstaklega hannað til þess að vernda og gefa viðkvæmri húð ungabarna meiri raka. Þetta krem finnst mér mjög gott á litlu þurrkblettina sem Fannar á stundum til með að fá. Ákkurat þegar ég var að byrja að prufa þessar vörur þá var hann mjög þurr bakvið eyrun þannig að ég setti smá af kreminu þangað og það lagaðist alveg ótrúlega hratt. Kremið hefur einnig ljúfan ilm sem mér finnst ekki skemma fyrir. Reikna með að nota þetta mikið núna eftir sundið serm hann er í sem og fyrir úti lúrana í vetur.

57c803d9b80c2

Baby Oil: Létt og góð nuddolía fyrir ungabörn, sem inniheldur lífræna kókosolíu til þess að gefa öllum húðtegundum góðan raka. Þessi olía er auðvitað bara frábær, hún smýgur vel inn þegar maður nuddar og gefur frá sér rosalega góða kókoslykt. Það sem mér finnst vera rosa stór plús við þessa olíu er að maður verður ekki voða fitugur á höndunum eftir að maður er búinn að nota hana.

Ég mæli klárlega með Childs Farmvörunum, þær henta okkur í það minnsta rosalega vel 🙂

Aðilar á vegum Childs Farm verða á sýningunni MyBaby í Hörpunni um helgina að kynna vörurnar og gefa prufur. Svo má einnig geta þess að stofnandi fyrirtækisins, Joanna Jensen, verður sjálf á svæðinu á sunnudaginn.

 

hildur hlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

1 Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *