Ný hilla á heimilið frá Hjarn.is

Ný hilla á heimilið frá Hjarn.is
Færslan er ekki kostuð og keypti höfundur vöruna sjálfur.

 

Ég sá þessa hillu fyrst fyrir ári síðan á facebook síðu Hjarn Reykjavík Living og fyrsta sem ég gerði var að screenshota myndina af henni.  Ég er ss búin að hafa þessa mynd af þessari hillu í ár í símanum mínum, ég var alltaf að hugsa um hana og langaði að splæsa í eina hillu en fann aldrei þennan fullkomna stað fyrir hana á heimillið mitt.

 

IMG_0846

Núna í mars fann ég fullkomnan stað fyrir þessa gullfallegu hillu sem er búin að liggja efst í huganum á mér lengi. Í eldhúsinu hjá mér var ég með risa klukku eins og þið sjáið hér á myndinni, þessi klukka er eitt að því fyrsta sem ég keypti þegar við fluttum inn þannig það var alveg komin tími til að taka hana niður og skipta um.

 

hilla

IMG_1089

 

Hér sjáið þið hvað hún er ótrúlega falleg og passar akkurat á þennan vegg, ég er alltaf að endurraða á hilluna og það er það skemmtilega við það að það er hægt að hafa svo margt skemmtilegt á henni.  Fyrsta sem ég setti var jólagjöfinn sem Viktor Óli gaf okkur foreldrunum og það er þessu flotti kertastjaki sem er efst, svo gerðum við Viktor Óli svona fallegan bolla fyrir Eggert og hann er fullkominn þarna á hilluna. Ég er svo sjúklega ánægð með þessa breytingu og breytir þetta svakalega eldhúsinu mínu.

Hægt er að skoða hillurnar á hjarn.is og heita þær Babou og eru frá hönnuðinum Rose in april.  Hillurnar eru vandaðar og sérstaklega fallegar.

 

**þangað til næst**

 

hilduryr

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: