Nutri Ninja blandari

Nutri Ninja blandari
Færslan er ekki kostuð

Það sem mér finnst mikilvægast að eiga á heimillum er blandari,  það er hægt að gera svo ótrúlega margt ef þú ert með góðan blandara.  Ég átti ótrúlega góðan blandara frá Wilfa sem ég keypti mér þegar ég flutti inn í íbúðinna mína,  en þegar maður á barn þá getur allt gerst, Viktor var að fikta í skápunum og tekur blandaran út og brýtur skálina á þessum fína blandara mínum.

Jæja þá var ekkert annað í stöðunni en að finna sér nýjan blandara, því ég geri mér nánast daglega boost og þá er mjög mikilvægt að eiga blandara.  Ég var alltaf heilluð af Nutri Bullet og var eiginlega bara á því að kaupa mér hann, en svo heyrði ég frá vinkonu minni að hennar hefði bilað nokkrum sinnum og læki svakalega, og hún hafi heyrt þetta frá fleirum.   Þá fór ég að skoða aðra blandara og fór í Elko,  þar benti starfsmaður mér á Nutri Ninja og ég varð heilluð af honum.

nutri-ninja-auto-iq-compact-system-2-e1462248472129

Nutri Ninja er sérstaklega hannaður til að ráða við frosna ávexti og klaka og hann er einn öflugasti á markaðnum í dag.  Elko selur þrjár útgáfur af Nutri Ninja , 1000W,1200W og 1500W.  Ég ákvað að kaupa mér þennan 1200W því ég nota blandara helst bara í boost með frosnum ávöxtum og klökum.  Það fylgdi blandarakanna sem hentar í að hnoða/blanda deig eða mylja niður hnetur og fleira. Einnig fylgir 680 ml og 500 ml glös sem eru tilvalin í að gera boost.  Starfsmaðurinn benti mér líka á að hnífarnir væru sérstaklega hannaðir í allar áttir til að fá meiri hreifingu og það brjóti betur niður klaka og frosna ávexti.

ecshop_zoom_bl490_2

Þessi blandari er aðeins í dýrari kanntinum en alveg þess virði,  því jésus minn þetta er án efa lang besti blandari sem ég hef átt. Það sem ég þoli ekki er óblandaður og kekkjóttur smoothie og Nutri Ninja stendur sannarlega fyrir sínu og gerir ekki kekkjóttan smoothie og blandar öllu svo ótrúlega vel saman.

 

Mér langaði aðeins að koma með mína reynslu af þessum blandara því ég er svo ótrúlega ánægð með hann og benda fleirum á hann því þetta er algjörlega eitthvað sem allir verða að splæsa í. Hér getið þið séð blandarann.

 

Þangað til næst <3

hildur

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: