Greinin er unnin í samstarfi
Ég hef verslað mikið af fötum á Fannar Mána í Name it og hef alltaf verið svakalega ánægð með allar flíkurnar þaðan. Mig var farið að vanta föt á hann þar sem að hann er að komast í stærð 92. Ég ákvað að kíkja við hjá þeim og athuga hvort ég finndi ekki einhvern notalegan galla. Ég var varla kominn inn þegar ég sá þennan hrikalega krúttaða galla og fannst hann passa svo vel við pjakkinn minn.
Þetta dress er úr nýju línunni og ég er svo hrikalega ánægð með það. Efnið er svo mjúkt og meðfærilegt. Ég er búin að þvo það nokkrum sinnum og það kemur alltaf eins og nýtt út úr vélinni. Gæti ekki verið sáttari en þetta er hreinlega frábært dress fyrir litla orkubolta sem elska að hreyfa sig mikið og vilja ekki að fötin séu að hefta sig 😉
Ég tók einn röndóttan þunnan bol með en mér finnst mjög gott að eiga tvo boli á hverjar buxur sem Fannar á, þá getur maður aðeins leikið sér með samsetningarnar.
Ég verð eiginlega að segja ykkur líka frá þessum jakka en ég sá hann á útsölurekkanum en mér finnst hann æði og hann sló heldur betur í gegn. Fannar er ansi mikill bílakall og að eiga jakka sem er allur út í bílum er toppurinn. Hann bendir og bendir á myndirnar og segir annaðhvort bíll eða brummm. Rosalega ánægður. Mér finnst mjög líklegt að þessi jakki komi aftur í öðru mynstri, en jakkinn sjálfur er mjög góður vindjakki.
Svo hef ég augastað á nokkrum nýjum dressum sem enda örugglega hérna heima hjá okkur eftir næstu ferð í bæinn 😉
Author Profile

-
Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.
Latest entries
Uncategorized2020.04.07Kókoskúlur
Uncategorized2020.03.26Hugmyndabanki fyrir inniveru
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir HEIMILIÐ
Uncategorized2019.12.16Jólagjafahugmyndir fyrir UNGLINGINN
Facebook Comments