Nokkrar uppáhaldsvörur frá Hjal.is-Netverslun

Færslan er ekki kostuð, höfundur fékk nokkrar vörur að gjöf. 

Hjal.is er netverslun með allskonar flottar vörur fyrir börninn okkar. Börnin eru mikilvægasta í lífi okkar og er mikilvægt að huga að góðum og vönduðum vörum fyrir þau, hjal.is bjóða uppá gæða vörur fyrir bæði foreldra og börn. Það að er endalaust mikið að úrval hjá þeim, td.stúttkönur,smekkir,skeiðar,pelar,box fyrir mauk,hitamæla,fjölnota skvísur og lengi mætti telja.

Það var fyrir nokkrum mánuðum sem ég datt inná eitthvað á facebook og þá var verið að tala um blautþurrkuboxið frá þeim, síðan Viktor Óli fæddist þá hef ég alltaf búið til grisjur sjálf og mér hefur alltaf vantað box undir grisjurnar, ég hef alltaf verið að nota eitthvað box úr Ikea sem er frekar pirrandi haha.  Það er hægt að fá tvær stærðir af blautþurrkuboxum og ég fékk mér þetta minna sem passar fullkomlega í töskuna og á ferðinni.  Funkybox er þægilegt í notkun og auðvelt er að smella botninum af og fylla á, hægt er að opna með annari hendinni með því að smella á takkan á lokinu.  Að búa sjálfur til grisjur er svo mikið ódýrara en að kaupa blautþurrkur útí búð.  Funkybox er fáanlegt í nokkrum litum.

Hægt er að skoða Funkybox stærri gerðina hér og Funkybox to go hér.

FunkyBox_Grijs_grande Funkybox-boite-lingettes-Fuchsia-Coeur

funkybox-babyblueFunkybox To Go

 

 

Mér langar líka ótrúlega segja ykkur frá nýju sem þau voru að fá sem er sótthreinsikúla fyrir snuð.  Við Viktor Óli fengum sótthreinsikúlu til að prufa og þetta er ekkert smá sniðugt fyrir að hreinsa snuðinn á stuttum tíma.  Kúlan er passlega stór,auðveld í notkun og ótrúlega gott að ferðast með hana. Kúlan drepur vírusa,sveppi og bakteríur.  Þið sem eruð foreldrar þekkjið það eflaust að þegar þið eruð einhverstaðar úti og barnið missir eða fleygjir snuðinu og það lendir í jörðinni.  Það eru ótrúlegustu sýklar allstaðar og gott er að passa það að þegar snuðið lendir í jörðinni að skola eða hreinsa snuðinn áður en það er stungið uppí barnið, sérstaklega þegar þau eru lítil og mjög viðkvæm fyrir veirum. Ég er alltaf með kúluna á mér þegar við erum að ferðast og ekki auðvelt að komast í vask til að skola.

Hægt er að skoða sótthreinsikúluna hér.

Milton-Mini-Soother-Steriliser-Silver-12308_1024x1024

 

Við Viktor Óli fengum ótrúlega sniðugan og flott glas frá Hjal.is sem kallast Litecup.  Það sullast ekki úr því nema það sé hrist alveg mjög kröftulega, mjög hentugt í ferðalagið td. bílinn eða flugvélina. Einnig er ljós í botninum á glasinu sem kveiknar þegar dimmir og er það algjör snild fyrir okkur íslendingana sem er nánast alltaf dimmt á næturnar (nema á sumrinn haha), en þá verður þetta mjög gott næturljós og týnist ekki á næturnar fyrir þyrst börn.  Viktor Óli drekkur stundum á næturnar vatn og þá er mjög þægilegt að geta séð strax hvar glasið er,  þá fyrir hann eða mig.

Hægt er að skoða Litecup hér.

midnight_blue_1024x1024_12292b01-3dba-449c-8f14-879cf97cab39_large the_colour_purple_1024x1024_caa7b6ca-3cf6-44fc-b20f-a06dddada6a8_large

 

Síðast en ekki síst þá langar mér svo mikið að tala um nestispokana sem heita Snack Happens.  Mér er búið að langa svo lengi í þá og mun eg á næstunni panta mér svona þar sem við erum að fara ferðast aðeins núna í júlí/ágúst.  Þessir pokar eru margnota sem má skella í þvottavélina,  hversu mikil snild ?? Hægt er að nota þá fyrir ávexti,kex,ceerios snuð og mikið meira.  Þeir lokast með rennilás og eru vatnsheldir að innan, ég verð, bara verð að fá mér svona fyrir ferðalagið.

Hægt er að fá pokana í 2 stærðum ,  getið skoðað minni gerðina hér  og stærri gerðina hér.

grey_chevron_1024x1024

under_the_sea_1024x1024

hjal.is

 

En Hjal.is er netverslun með barnavörur sem stofnuð var í júní 2016 af þeim Kristrúnu og Björgvini en hugmyndin kviknaði í fæðingarorlofi hjá Kristrúnu. Hún rakst á barnavörur á internetinu sem ekki fengust hérlendis og henni fannst vanta á markaðinn á íslandi.  Þau eru sífellt að bæta við vöruúrvalið en aðalmarkmiðið er alltaf að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði. Flest vörumerkin sem þau bjóða upp á kaupa þau beint af framleiðanda eða í gegnum vöruhús sem þeir vísa þeim á en þannig fækka þau milliliðum. Þar sem þau erum búsett úti á landi ákváðu þau að hafa einungis netverslun en þau stefna á að byrja með vörukynningar fyrir foreldrahópa næsta haust. Við erum ótrúlega þakklát fyrir hvað við höfum fengið góðar viðtökur og vonumst til þess að Hjal.is haldi áfram að vaxa og dafna.

 

 

 

hilduryr

 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: