Nokkrar frábærar vörur frá Chicco

Vörurnar fengum við að gjöf óháð umfjöllun.

 

Vörumerkið Chicco þekkja margir enda framleiða þeir frábærar vörur fyrir börn. Við á Öskubusku vorum svo heppnar að fá nokkrar vörur frá þeim sem við gátum nýtt í stóra afmælisleikinn okkar og langar mig aðeins til að segja ykkur betur frá þeim.

 

Í 60 ár hefur Chicco þróað vörur sínar á Chicco rannsóknarsetinu. Þar koma saman vísindamenn, læknar og foreldrar með það að leiðarljósi að skilja þarfir barnsins og hvað gerir það hamingjusamt. Út frá þessum greiningum þróar Chicco sínar vörur. Allar vörur frá Chicco eru án BPA.

 

 

Chicco Natural Feeling

Chicco Natural Felling eru pelar sem hannaðir með þarfir barnsins í huga og í samstarfi við barnalækna og ljósmæður.

Pelarnir eru með þannig áferð og löngun að þeir líkjast sem mest brjósti móður og rannsóknir hafa sýnt að um 95% barna taka Natural Felling pelana samhliða brjóstagjöf.

Pelarnir koma með þremur mismunandi túttum, 0-4M, 4-6M og 6+M, en tútturnar breytast hvað varðar staðsetningu og lögun pelatúttunar. En Natural Feeling pelarnir taka mið af því sem barnið eldist þá þroskast gómurinn og sogþörf breytist.

Pelatútturnar eru einnig með tvöföldum ventli en það tryggir að mjólkin flæðir stöðugt þegar barnið sýgur en hindrar á sama tíma loftmyndun, en það þýðir að barnið drekkur mjólkina án þess að gleypa loft með.

Boppy gjafapúði

Boopy er vinsælasti brjóstagjafapúðinn í Bandaríkjunum, en hann hefur verið valin „America´s favorite baby product“ 11 sinnum í röð. Boppy púðinn er alveg einstakur gjafapúði með sérstakri fyllgingu sem líkist memory foam, en það gerir það að verkum að Boopy heldur alltaf sinni lögun. Miðjan á púðanum er einstaklega teygjanlegt og hentar Boopy þ.a.l. flestum og veitir hann einstaklega góðan stuðning meðan á brjóstagjöf stendur. Ákæðið er mjúkt og úr bómull, en auðvelt er að taka það af og þvo.
snuddur

Chicco Physio Soft snuð

Chicco Physio Soft snuðin eru bæði hægt að fá úr latex eða silicone sem er bæði bragð og lyktarlaust. Þau eru alveg heil og þ.a.l. engin hætta á að bakteríur safnist fyrir í rifum. Þau eru einnig mjög mjúk þannig þau meiða ekki þótt svefn sækir að. Efst á þeim eru „göt“ sem auðvelda öndun og til að leyfa uppsöfnuðu slefi að renna út. Chicco snuðin er hönnuð í samstarfa við tannlækna.

 

Ég sjálf hef notað mikið af Chicco vörum fyrir minn snáða og alltaf verið jafn ánægð. Ég hvet ykkur eindregið til að skoða úrvalið þeirra og prufa.

Hægt er að skoða úrvalið og versla á heimasíðunni þeirra www.chicco.is

 

HildurHlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *