Nokkrar æðislegar frá YSL

Screenshot_20170210-095431

Vörurnar fékk ég að gjöf óháð umfjöllun.

 

Ég fékk um daginn fallega gjöf frá YSL en ég hef verið mjög hrifin af þessu merki í gegnum árin. Gjöfin innihélt nokkrar frábærar vörur og langar mig til þess að segja ykkur aðeins frá.

3365440007017_1_touche-eclat_Alt1

Touche éclat – Gullpenninn góði, en þessi hyljari er búinn að vera staðalbúnaður í snyrtiveskinu mínu í mörg ár. Gullpenninn er ein þekktasta förðunarvara heims en hann kom fyrst á markað árið 1991 og hefur haldið vinsældum sínum í gegnum öll þessi ár. Penninn er þekktur fyrir að gefa húðinni fallegan ljóma og birtu og er því fullkominn undir augun eða sem highligt á kinnbein. Ég nota minn á hverjum degi en hann er algjör bjargvættur eftir svefnlitlar nætur – eitt klikk og baugun gjörsamlega hverfa og andlitið ljómar.

3365440340138_1_mascara-volume-effet-faux-cils-babydoll_Alt1

Babydoll maskari – Þessi maskari kom mér verulega á óvart, ég hef áður prufað Shocking maskarann frá þeim og tók smá ástfóstri við hann á tímabili og þessi er alls ekki síðri. Hann lengir, greiðir og krullar augnhárin alveg svakalega vel og þekur þau svo vel maskaraformúlu í einni stroku. Mæli svo með að þið prufið.

nd.38914

Mon Paris ilmvatn – Þessi ilmur er eins og nafnið gefur aðeins til kynna innblásinn af París. Ilmurinn er léttur og sumarlegur með blóma- og ávaxtatónum – alveg yndislega góður og minn uppáhalds í augnablikinu. Glasið er svo einstaklega fallegt, en það sjálft er glært með fallegri silki og leður slaufu framan á og svo toppar það allt að vökvinn er fallega bleikur þannig að heildar útkoman verður einstaklega falleg.

L802960_40_top-secrets-instant-moisture-glow_Alt1

Instant moisture glow er í raun mitt á milli þess að vera förðunarvara og húðumhirðuvara. Kemið gefur húðinni einstakan raka í allt að 72 klst ásamt því að veita húðinni fallegan ljóma. Kremið er hægt að nota eitt og sér á hreina húð þá sem rakakrem eða undir farða sem einskonar primer en það fyllir upp í svitaholur og gefur húðinni slétt og fallegt yfirborð.
3614271387547-top-secrets-lip-perfector

Lip perfector er eins konar primer fyrir varnirnar. Hann nærir, róar, fullkomnar og eykur hinn nátturulega lit varanna. Hann er æðislegur einn og sér en líka fullkominn undir varaliti.

 

Vörurnar frá YSL eru ekkert annað en æðislegar og fá þær allar mín meðmæli.

Hægt er að nálgast vörurnar á öllum sölustöðum YSL (t.d. apótek, Hagkaup o.fl staðir).

 

HildurHlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *