Færslan er unnin í samstarfi við 24 Iceland.
Árið er 2011 og það eru jól. Ég opna pakkann frá foreldrum minum og inní honum er gullfallegt silfurlitað úr með áletruninni “prinsessa 2011”, sem passaði alveg við mig (og note fyrir framtíðarskartgripagefendur mína (já það er orð) ég geng bara með svart eða silfur, kopar/rósagull i undantekningartilvikum) – little did I know að ég ætti eftir að ganga með þetta úr daglega næstu 6 ár og ekki taka það af mér nema þegar ég færi í sturtu.
En tímarnir breytast og mig var farið að langa í nýtt úr, það er gaman að eiga fleiri en 1 og geta breytt til. Aðeins einn staður kom upp í hugann þegar ég hugsaði um að fá mér annað úr – 24 Iceland. Ég hafði áður séð úr frá þeim (eins og hver einasti íslendingur held ég) og hefur alltaf fundist þau svo falleg. Þau leyfðu mér að velja mér úr og auðvitað valdi ég svarta marmara úrið.
Þar að auki fékk ég sent með armband sem ég hef ekki tekið af mér síðan ég fékk úrið en þetta er einstaklega smart saman.
Svo má ekki gleyma að minnast á það að Ma-Ga London úrin hjá þeim eru á kynningartilboði í desember á aðeins 17.900kr og eru tiiiilvalin í jólapakkann því allir þurfa að vita hvað klukkan er – já og ef þú kannt ekki á klukku eru þau allavegana fallegt skart ! Svart/rósagull úrið er allavegana komið á minn jólagjafalista í ár.
Þangað til næst.
p.s Þið finnið þau á snapchat undir; iceland24 og instagram undir; 24iceland
Author Profile

-
Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.
Latest entries
Annað2020.02.18Kveðjustund
Uncategorized2019.12.31THE DECADE CHALLENGE
Afþreying2019.12.15TIK TOK – Erum við nógu meðvituð?
Annað2019.12.06ROKK OG RÓMANTÍK ÓSKALISTI
Facebook Comments