Neglurnar mínar

Neglurnar mínar

Ég hef mikið brasað með neglur í gegnum tíðina, mismunandi hversu mikið eða lítið ég nenni að hafa fyrir því að vera pæja. Ég er með mjög stutta putta finnst mér og get t.d. ekki verið með hring á fingri nema ég sé með neglur, annars finnst mér ég bara bjánaleg.

Sjálf er ég naglafræðingur og lærði á akríl en hann hentar mér betur en gel. Því miður leyfir bakið það ekki lengur svo ég varð að finna mér nýja naglakonu. Ég var búin að sjá og heyra af Fögrum fingrum í Firðinum í Hafnarfirði svo ég hafði samband við Sigrúnu Mist og varð svona ægilega hrifin af afrakstrinum.

… og við sjáum mynd:

Ég er plain jane þegar kemur að nöglum en við Sigrún erum hægt og rólega að fikra okkur út fyrir þægindarammann! Ég mæli hiklaust með Sigrúnu en neglurnar hafa haldist á mér eins og stál og síðast voru þær 5 vikna gamlar og allar enn á mér, það er ekki oft sem það gerist.

Ég finn lítið fyrir því að neglurnar losni frá neðst eða að það komi loft á milli en ég lendi yfirleitt mjög oft í því. Sigrún er fagmaður og ofboðslega flink í því sem hún gerir. Við skulum láta myndirnar tala sínu máli að lokum:

 

Þið finnið facebook síðu Sigrúnar hér en einnig er hægt að fylgja henni á Instagram <3

 

Author Profile

Selma

Selma er 27 ára móðir frá Húsavík. Búsett í Reykjavík ásamt syni sínum Val Frey (2017). Hún er með Ba. próf í almennum málvísindum og leggur nú frekari stund á nám í íslensku við Háskóla Íslands. Áhuginn liggur í flestu tengdu Íslandi og íslensku en einnig öllu sem viðkemur móðurhlutverkinu, heimilinu, lífsstíl, þrifum, skipulagi og svo mörgu öðru.


Facebook Comments