Natursense: Náttúrulegar og handgerðar íslenskar húðvörur

Natursense: Náttúrulegar  og handgerðar íslenskar húðvörur

Natursense er vörumerki sem mér þykir ógurlega vænt um því það er snillingurinn hún móðir mín sem býr þær til og hefur verið að þróa þær í mörg ár. Ég get því ekki sagt að ég sé hlutlaus þegar kemur að þessu vörumerki. Ég gef þó alltaf mitt einlæga álit en ég hef fylgst með húðvörum hennar mömmu þróast með árunum frá byrjun.

Ein af hennar elstu vörum, sem er jafnframt ein af mínum uppáhalds, er andlitsolían. Ég hef notað hana mikið í gegnum tíðina en hún hjálpar til við að halda húðinni í jafnvægi, hvort sem hún er þurr eða feit. Ég sver að ég notaði hana mikið þegar unglingabólurnar herjuðu og hjálpaði hún mikið!

Ég hef gífurlega mikla trú á þessum vörum því að ég hef prófað þær flestar í einhvern tíma með pásum og finn alltaf svo mikinn mun þegar ég nota þær. Ég er með viðkvæma húð og fæ gjarnan þurrku- eða exem bletti ef húðin er í ójafnvægi en einnig er ég viðkvæm fyrir sumum gerviefnum eins og ilmvatni (parfum). Ég hef aldrei lent í slíku þegar ég nota Natursense vörurnar og lagast flest vandamálin fljótt eftir að ég nota þau.

Mamma hefur alltaf verið mjög skýr með það hversu miklu máli það skiptir að huga að því sem fer á húðina, enda er það stærsta líffærið okkar og getur ýmislegt frásogast úr húðinni í blóðrásina. Hráefnalistinn er tiltölulega stuttur og á mannamáli en það ættu flestir að geta skilið hvað vörurnar innihalda. Einnig eru vörurnar án dýraafurða og teljast því grænkera vænar. 

Í dag eru vörurnar framleiddar í Vestmannaeyjum og bera flestar vörunar nöfn eftir kennileitum í Eyjum. 

Dagkremið Hellisey finnst mér fullkomið, það er mjög milt og rakagefandi og er grunn vara sem hentar flestum. Andlitshreinsirinn Sæfell er tiltölulega ný vara en varð mjög fljótt í uppáhaldi hjá mér. Hreinsirinn virkar mjög vel og er ofboðslega frískandi en það er smá sítrus ilmur af honum. Hreinsirinn er gelkenndur, virkilega mjúkur og þurrkar húðina ekkert upp! Mér líður bara fáránlega vel í húðinni eftir hann.

Önnur vara sem ég hef notað í góðan tíma og get lofsungið er kaffiskrúbburinn (Bjarnarey). Mér finnst hann akkúrat í réttum grófleika til að skrúbba húðina vel, en í honum eru líka nærandi olíur svo að húðin verður sérstaklega mjúk og nærð eftir á. Einn svona kubbur endist mér í kringum 6 mánuði.

Einnig eru fleiri sápustykki í boði, svo sem kaffi handsápa (Hani) til þess að mýkja grófar hendur og shampó stykki í hárið (Brandur). Ég er með mikla vöðvabólgu og fæ reglulega höfuðverki en þá hefur Verktakinn hjálpað mikið en þessi blanda af piparmintu og fleiri olíum gefa verkjastillandi og kælandi áhrif. Eigum við líka að ræða eitthvað hversu gott nafn þetta er!?

Daglega húð rútínan mín hljóðar svona þessa dagana:

Á morgnana hreinsa ég andlitið með mildu cocoa butter stykki, loka húðinni með tóner, ber Eldfell bólubanann á vandræða svæði ef ég er að fá eða komin með bólur og ber að lokum á mig Hellisey dagkrem.

Á kvöldin hreinsa ég andlitið með Sæfell andlitshreinsi (nota cocoa butter á undan ef ég er með farða en ég nota farða mest 1-2svar í viku), loka húðinni með tóner, ber á mig Heimaey andlitsolíu og bíð í 1-2 mínútur, ber svo á mig Sjómannsfrú næturkrem og Stórhöfða augnháranæringu.

Ég byrjaði að nota vörurnar aftur fyrir nokkrum vikum eftir smá pásu en þá var ég með bólur á vandræða svæðum og stærðarinnr þurrkublett á enninu sem hafði staðið sem fastast í nokkrar vikur. Eftir nokkra daga sá ég strax mun og var ég satt að segja gáttuð hversu fljótt þær virkuðu á þennan leiðinlega blett (ekkert toppar förðun betur en þurrkublettur á enninu) . Ef þið eruð í leit að íslenskum, náttúrulegum húðvörum án dýraafurða þá mæli ég með að skoða Natursense.

Natursense vörurnar eru handgerðar húðvörur þar sem framleitt er eftir eftirspurn og passað að ekkert fari til spillis. Natursense er hlýlegt fyrirtæki sem státar af litlum hópi af yndislegu starfsfólki en í Vestmanneyjum eru fyrirtæki í öflugu samstarfi við bæjarstjórnina til þess að afla einstaklingum með fatlanir störf í öruggu og góðu umhverfi, og er Natursense þar engin undantekning.

Ef þú átt leið hjá í Eyjum (nú eða býrð þar) þá er hægt að mæta með tómu umbúðirnar í Heilsueyjan spa til þess að fá áfyllingu og afslátt í leiðinni. Ef svo er ekki þá mæli ég samt sem áður með að geyma umbúðirnar ef þið eigið vörur frá Natursense því að það er verið að vinna í lausn fyrir höfuðborgarsvæðið hvað áfyllingar varðar.

Með afsláttarkóðanum “Amandasopy” getið þið verslað Natursense vörurnar með 30% afslætti.

Þar til næst!

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments

Share: