Naglatrendin í haust

Núna þegar hausið er að mæta á svæðið þá breytast trendin alltaf með og er ég aðeins búin að liggja yfir nýju tendunum núna upp á síðkastið. Ég er að byrja aftur að gera neglur eftir fæðingarorlof, en þá þarf maður að hafa puttann á púlsinum varðandi hvaða litir, lögun og skraut er að detta í tísku. Tendin hafa í raun ekki mikið breyst milli árstíða þó svo að sterkir og skærir litir komi alltaf sterkt inn á sumrin og á haustin taki dekkri litir meira við af þeim.

Núna í lok sumars kom krómið sterkt inn og er að tröllríða öllu í naglabransanum. Mörgum finnst þetta vera algjörlega málið í dag. Ég hef í raun ekki komið mér mikið inn í krómið en ég er komin með það sem þarf og ætla að prufa mig áfram með það. Hafði hugsað mér að prufa að setja krómneglur á mig næst, kannski ekki allar, en allavegana á eina nögl – ef ekki fleiri 😉

Þetta haustið eru það mjög dökkir djúpir litir málið, dimmrauðir og dökkbláir þá sérstaklega, en ég er að fara að fjárfesta í þeim litum núna þar sem að margir eru farnir að biðja þá. Ég sjálf er alltaf mikið fyrir dökkaliti og er mjög oft með svart á mér í bland við aðra liti, neglurnar mínar eru nefninlega sjaldnast allar eins, en marglitar neglur og skraut er enn mjög vinsælt og biðja margir um þannig neglur – ég elska að gefa hugmyndarfluginu lausan tauminn 🙂

Babyboomer neglurnar búnar að vera vinsælar í svolítinn tíma, enda klassískar og fallegar. Persónulega finnst mér þessar æði, sérstaklega á löngum nöglum, en þetta er ombre útgáfa af french nöglum – hvítar í toppinn sem „fade-a“ yfir í pastelbleikan eða alveg naglableikan.

Þegar jólin náglast svo þá koma glimmerið og rauðu litirnir allarf mjög sterkt inn. Ég fæ ekki nóg af glimmeri!

Allur gangur er á lögun naglanna, en „coffin“-neglur (stundum einnig kallaðar ballerina) ásamt almondshaped eru það langvinsælasta hjá mér þessa stundina. Sjálf skarta ég stuttum almond nöglum í augnablikinu og finnst þær alveg æðislegar. Fast á eftir þessum koma svo oval, square og squoval.

nail-shapes1

 

Þið getið fylgst með naglasíðunni minni hérna facebook.com/neglurhildur og pantað tíma, en ég geri neglur í Reykjanesbæ 😉

hildur hlín

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *