My letra: Gjöf fyrir alla.

My letra: Gjöf fyrir alla.

Ég sá þessi gullfallegu stafa hálsmenn á instagram fyrir sirka 4-5 vikum og ég hugsaði mér að þetta er eitthvað sem ég þyrfti að eignast, ég er búin að skoða hjá þeim svo margar fallegar samsetningar og hægt er að fá hjá þeim alla íslenska stafi á gull eða silfur skífum , og hægt er að fá mismunandi lengd á keðjum. Einnig sá ég að þau voru að koma með minni skífur sem er með hástöfunum og það er ekkert smá fallegt. Það er einmitt fullkomið að kaupa stafinn hjá barninu sínu,maka og hafa hálsmenin í mismunandi sídd sem ég ætla að gera.  Ég byrjaði að kaupa stafinn minn en svo ætla ég að kaupa stafin hans Viktors líka og hafa hann á lengri keðju.

Svo datt mér það í hug að kaupa stafahálsmen fyrir eina af bestu vinkonum mínum,  hún á afmæli í júní mánuði og langaði mér líka að gefa henni persónulega gjöf frá mér þar sem hún hefur staðið við bakið á mér daglega síðan við kynntumst,  hjálpað mér með Viktor Óla þegar Eggert er á sjó, hjálpað mér að komast á þann stað að hugsa vel um sjálfan mig og draga mig með í ræktinna, verið þessi yndislega vinkona og ég gæti talið endalaust áfram …

Við kynntumst fyrir sirka 3 árum síðan og síðan þá höfum við verið bestu vinkonur,  það er ekki einn dagur sem við tölum ekki saman,  annahvort á samfélagsmiðlum eða hringjum í hvor aðra.  Hún er svona vinkona sem er hægt að treysta á 100%,  hún er alltaf til staðar hvað sem gerist og ég er sömuleiðis fyrir hana.

Þess vegna fannst mér hún eiga skilið fallega og persónulega gjöf frá mér fyrir að vera þessi frábæra vinkona.

 

Afhverju ekki að gefa einhverjum gjöf sem þér þykir vænt um eða útskriftargjöf,afmælisgjöf,babyshower gjöf ,sængurgjöf og fleira mætti telja upp. Stafamenin frá My Letra eru fullkomin gjöf fyrir alla, konur,börn og menn.

 

Getið skoðað hálsmeninn á instagram , facebook og myletra.is

 

Færslan er ekki kostuð og keypti höfundur vöruna sjálfur.

 

Þið getið fylgst með mér á instagram: hilduryrolafs 

Author Profile

Hildur Ýr

Hildur Ýr er tuttugu & sex ára móðir í Kópavogi. Hún hefur mikinn áhuga á hlutum sem tengist móðurhlutverkinu,lífsstíl og öllu sem tengist heimillinu, t.d. föndri og bakstri. Trúlofuð Eggerti og á einn 3 ára prins, hann Viktor Óla.


Facebook Comments

Share: