MUD jeans: umhverfisvænni gallabuxur

MUD jeans: umhverfisvænni gallabuxur
Færslan er unnin í samstafi við Ethic

Vissir þú að það þurfi að meðaltali 7000-8000 lítra af vatni til þess að framleiða einar gallabuxur? Helsta hráefni gallabuxna er bómull en um 11% af skordýraeitri og 24% af plágueyði notað í heiminum fer í bómullariðnaðinn. Bómull er gífurlega vinsælt hráefni í tískuiðnaðinum og hefur sína kosti og galla. Eins og ég hef nefnt varðandi náttúrulegar trefjar og plast trefjar þá er bómull skárri kosturinn þegar um ræðir að plast efnin brotna ekki niður (en getur þó losnað af þeim örplast sem skaðar lífríki). Hins vegar er bómull ansi vökvafrek planta sem tekur mikla vinnu að rækta og eru flestir bómullarakrar í dag húðaðir með skordýreitri sem er gífurlega slæmt fyrir umhverfið og starfsmenn ræktunarinnar.

Þegar kemur að tískuiðnaðinum ber því að vanda valið vel.

Gallabuxur frá MUD jeans innihalda um 23-40% af notuðu gallaefni sem einstaklingar hafa hætt að nota og sent í endurvinnslu. Þessi aðferð leiðir til þess að minna af fatnaði endar í urðun, minna af vatni fer í að framleiða nýju buxurnar auk þess sem kolefnisspor buxnanna eru minni en hjá hefðbundnum gallabuxum. Verksmiðjan þeirra endurnýtir 95% af vatninu sem þau nota í framleiðslu sinni með öfugu himnuflæði. Einnig sýnir MUD jeans fram á gagnsæi í framleiðslu sinni og er hægt að skoða hvaða verksmiðjur framleiða buxurnar fyrir þau hér og hér. The Fair Wear Foundation gerði úttekt á verksmiðjum þeirra árið 2015 en sú skýrsla er einnig fáanleg á netinu. 

Kalíum permanganat var áður mikið notað og er enn notað í gallabuxnaiðnaðinum til þess að eyða upp og móta gallaefnið þannig að myndist “notað” útlit á buxurnar og til þess að stilla litbrigði buxnanna. Þessi aðferð er bæði óholl umhverfinu og þeim sem þurfa að stunda þessa aðferð en MUD jeans notar laser og ozone í staðin.

MUD jeans notar lífræna bómull á móti endurunna gallaefninu og er lífræna bómullin með ECOCERT vottun. Einnig er endurunna gallaefnið með GRS (Global Recycle Standard) vottun.

Sú aðferð sem nýtt er í dag til þess að breyta notuðu gallaefni aftur í trefjar fyrir nýjar buxur, veldur því að þræðirnir veikjast sem leiðir til þess að í dag er ekki hægt að framleiða gallabuxur með meira en 40% endurunnu gallaefni, og verður þar af leiðandi að vera ný bómull á móti. Hinsvegar er MUD stöðugt að þróa aðferðir sínar og stefnir á 100% endurunnar gallabuxur í framtíðinni. Með núverandi aðferðum er talið að hverjar MUD buxur losi um 60% minna af koltvísýring miðað við almennar gallabuxur og spari um 40% af vatni. Miðarnir sem festar eru á buxurnar með upplýsingum um þær eru einnig búnir til úr endurunnum pappa.

Fyrirtækið stundar kolefnisjöfnun með því að styrkja verkefni svo sem skógrækt, framleiðslu á vindorku og metan orkustöðvar. MUD jeans styrkti slík verkefni og kolefnisjafnaði 216,054 pund af koltvísýring árið 2018.

Ég elska hversu ítarleg síðan er og hversu mikið af upplýsingum er hægt að finna um framleiðsluferli MUD jeans. Ég vil vita fá að vita eins mikið um ferlið og hægt er en þetta hjálpar mér gífurlega í að taka meðvitaðar ákvarðanir þegar ég vel að kaupa nýja flík. MUD bíður upp á að laga buxurnar þínar að kostnaðarlausu ef þær rifna, rennilás bilar, tala losnar eða slíkt. MUD er einnig 100% grænkera vænt. 

Almennt er hægt að senda notaðar buxur til MUD og fá afslátt af nýjum buxum í staðin. Ethic bíður nú upp á að taka á móti gömlum gallabuxum og veitir það 1300 kr. inneign upp í nýjar MUD buxur. Ethic sendur þá gömlu buxurnar til MUD sem framleiðir nýjar buxur úr þeim eða selja þær aftur sem vintage. Gömlu buxurnar verða að innihalda að lágmarki 96% bómull. 

Kóðinn “MUD” veitir þér 15% afslátt af MUD buxum til 11.mars. 

Einnig vil ég benda á að Ethic verður með lagersölu (sjá viðburð hér) dagana 7.-8.mars í verslun þeirra á Suðurlandsbraut 4 (ekki í netverslun) þar sem rýmt er fyrir nýjum vörum. Það verður allt að 80% afsláttur af vörum á lagersölunni og 10% afsláttur af öðrum vörum svo að ef þú hefur verið að fylgjast með flík sem þér lýst vel á þá mæli ég með að kíkja. 

Færslan er unnin í samstarfi við:

Þar til næst!

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments

Share: