Mister Maker

Þar sem við Hólmgeir Logi elskum að föndra datt mér í hug að deila með ykkur þáttum sem við horfum mikið á ef þið vissuð ekki af þeim fyrir. Þegar Tryggvi kynnti okkur fyrir Netflix leið ekki á löngu þar til við festumst við þessa þætti. Mister Maker eru breskir þættir sem voru sýndir í sjónvarpinu frá 2007-2009 (Það hafa komið 3 spin off þættir en við höfum aldrei horft á þá) Þessir þættir eru fróðlegir, litríkir og skemmtilegir og sýnir hann alls konar skemmtileg föndur sem hægt er að gera og kynnir börn fyrir mismunandi formum og litum. Fyrir utan pinterest er þetta aðal inspirationið hjá okkur Hólmgeir. Einnig finnst okkur gott að það er sama rútíma í hverjum þætti en hún er;

images
– Fær hugmynd að frumlegu föndri og sýnir aðgerðaröð
– Formin dansa og búa til mynd
– Búið til á einni mínútu
– Colour Kids
– Rammaðu það
– Ein önnur hugmynd sýnd
– Kveðjustund

Plús, ekki skemmir að Mister Maker er með svokallaðar “doodle drawers” sem eru alveg guðdómlegar í auga skipulagsperra.

mistermaker_slideshow2_385

Mæli með að kíkja á þessa þætti ef þið viljið fá frumlegar og skemmtilegar hugmyndir að föndri til að gera með börnunum ykkar.

Þangað til næst!ingibjorg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *