Mínir uppáhalds á INSTAGRAM

Mínir uppáhalds á INSTAGRAM

Það er föstudagur, í herberginu öðrum megin við mig er Hólmgeir Logi hóstandi upp lunga, og hinum megin er Hulda að vakna á 15 mín fresti. Svo eðlilega er ég að horfa á Netflix og skoða Instgram og mér datt í hug að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds erlendu Instagram notendum! Flestir tengjast förðun á einn eða annann hátt en allt þetta fólk hefur veitt mér þvílíkan innblástur á svo mörgum sviðum.

Screenshot_2018-02-09-21-00-53Noctemy 
Sænsk og sjálflærður make-up artist. Ómæ, ég hef verið að fylgjast með henni mjög lengi og ég dáist alltaf að förðuninni hennar og fallega stílnum. Minnir mig rosalega oft á Maleficent!

Screenshot_2018-02-09-20-51-17

Alixroseartistry
Ég er svo heppin að geta kallað þessa frábæru stelpu kunningjakonu mína en við kynntumst upphaflega á Instagram. Glimmer, regnboginn og ræktin eru allsráðandi í hennar lífi og ég dáist að henni.

Screenshot_2018-02-09-20-50-26

Kayteeellen
Hallóóó. Hún notar bara cruelty free snyrtivörur og er sjúklega dugleg að vera live á Instagram með farðanir. Skemmir ekkert að hún er nýbúin að raka af sér augabrúnirnar eins og ég og ég verð að segja, hún er einstaklega falleg og hæfileikarík geimvera!

Screenshot_2018-02-09-20-56-40

Manicmoth
Það er svo margt við þessa konu sem ég elska, hún minnir mig á Valkyrjurnar og stíllinn hennar er svolítið gerður út frá Víkingatímabilinu. Hún býr líka til skartgripi og selur en þið finnið þá hér.

Screenshot_2018-02-09-20-50-58

Luciferandleviathans
good god, gullfallegur tattú lærlingur í danmörku með með ólæknandi blæti fyrir dauðanum – íbúðin hennar er troðfull af hauskúpum og allskyns hlutum sem hún finnur í gönguferðum sínum um náttúruna. Hún er líka með fallegustu hendur sem ég hef séð – hands down (pun intended!)

Screenshot_2018-02-09-20-50-08

Vforvoid
Þessi. Ég er ekki með marga á instagram sem ég fylgist með oft á dag – en ég er með kveikt á post notifacations fyrir Void og hef séð hverja einustu mynd sem þessi aðili hefur sett inn. Hán er líka án efa eitt mitt mesta instpó þegar kemur að förðun en hjá þessum aðila eru engar reglur eða neitt. Ég elska það!

Screenshot_2018-02-09-20-53-40

Theproserpina
Victoria er fullkomin. Það er það eina sem ég hef að segja, ég hef fylgst með henni rosalega lengi og fylgdist nýlega með henni launcha snyrtivörumerkinu sínu sem inniheldur augnhár og varaliti og heitir Black Rose Cosmetics.

Screenshot_2018-02-09-20-49-36

Riahboflavin
Ég er bara nýbyrjuð að fylgjast með henni en hey, hún heillar – af augljósum ástæðum. Hlakka til að fylgjast með henni í framtíðinni!

Þangað til næst!

Ingibjörg.jpg

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: