Mínir uppáhalds á Instagram II

Mínir uppáhalds á Instagram II

Í fyrra gerði ég blogg með mínum uppáhalds notendum á Instagram, síðan þá hefur Instagram vaxið og stækkað og ég hef uppgötvað ó svo miklu fleiri notendur sem er gaman að fylgjast með og langar mig að deila nokkrum með ykkur!

@spookylilpeach
Ég er gjörsamlega hugfangin af stílnum hennar og hvað hún er bara yfir höfuð ljúf og yndisleg kona!


@daddownload
Þessi pabbi sko, ég bíð spennt eftir myndunum sem hann póstar en þær eru hver annarri betri. Hann setur foreldrahlutverkið upp á ótrúlega skemmtilegann og fyndinn hátt.


@antistorm.png
Nú á dögum nota flestir facetune eða photoshop á einhvern hátt til að laga/breyta myndunum sínum. Hán notar ekkert til að breyta myndunum sínum og þessir hæfileikar eru GEGGJAÐIR!

@capricorrn
H Æ F I L E I K A R ! Ég er orðlaus.

@rosemaryonette
Það er svo gaman að fylgjast með henni og stílnum hennar, þó ég myndi ekki klæðast svona sjálf þá hreinlega elska ég hvernig hún klæðir sig og málar.

@abbyroberts
18 ára og gjörsamlega að rústa förðunarheiminum. Hún er alltaf með nýjar hugmyndir og það er ótrúlega spennandi að sjá hvað henni dettur í hug.

@gilaroby
Ég elska svona óhefðbundnar farðanir og LadyB veldur aldrei vonbrigðum!

@bangtsikitsiki
Ég LIFI fyrir fjólubláu lúkkin hennar guð minn góður! 10/10 mæli með að fylgja henni. Finnst story-ið hennar líka skemmtilegt en hún notar alltaf sama filterinn og það er voðalega pleasing fyrir augað að skoða það.

Þetta eru þeir sem ég fylgist hvað mest með á Instagram þessa dagana.  Þið megið endilega láta mig vita ef þið eruð að fylgjast með einhverjum sem vert er að skoða.
Þangað til næst!


Facebook Comments

Share: