Mínir uppáhalds á Instagram II

Mínir uppáhalds á Instagram II

Í fyrra gerði ég blogg með mínum uppáhalds notendum á Instagram, síðan þá hefur Instagram vaxið og stækkað og ég hef uppgötvað ó svo miklu fleiri notendur sem er gaman að fylgjast með og langar mig að deila nokkrum með ykkur!

@spookylilpeach
Ég er gjörsamlega hugfangin af stílnum hennar og hvað hún er bara yfir höfuð ljúf og yndisleg kona!


@daddownload
Þessi pabbi sko, ég bíð spennt eftir myndunum sem hann póstar en þær eru hver annarri betri. Hann setur foreldrahlutverkið upp á ótrúlega skemmtilegann og fyndinn hátt.


@antistorm.png
Nú á dögum nota flestir facetune eða photoshop á einhvern hátt til að laga/breyta myndunum sínum. Hán notar ekkert til að breyta myndunum sínum og þessir hæfileikar eru GEGGJAÐIR!

@capricorrn
H Æ F I L E I K A R ! Ég er orðlaus.

@rosemaryonette
Það er svo gaman að fylgjast með henni og stílnum hennar, þó ég myndi ekki klæðast svona sjálf þá hreinlega elska ég hvernig hún klæðir sig og málar.

@abbyroberts
18 ára og gjörsamlega að rústa förðunarheiminum. Hún er alltaf með nýjar hugmyndir og það er ótrúlega spennandi að sjá hvað henni dettur í hug.

@gilaroby
Ég elska svona óhefðbundnar farðanir og LadyB veldur aldrei vonbrigðum!

@bangtsikitsiki
Ég LIFI fyrir fjólubláu lúkkin hennar guð minn góður! 10/10 mæli með að fylgja henni. Finnst story-ið hennar líka skemmtilegt en hún notar alltaf sama filterinn og það er voðalega pleasing fyrir augað að skoða það.

Þetta eru þeir sem ég fylgist hvað mest með á Instagram þessa dagana.  Þið megið endilega láta mig vita ef þið eruð að fylgjast með einhverjum sem vert er að skoða.
Þangað til næst!


Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: