Mexíkóskt kjúklingalasagna.

Mexíkóskt kjúklingalasagna.

 3A142066-11BF-4A74-81A1-24BBD2917561

Þetta er ein af mínum uppáhalds uppskriftum til þess að elda þegar ég er ein heima með stelpurnar þar sem þetta er svo ótrúlega fljótlegt, auðvelt, mjög gott og svo er alltaf til afgangur til þess að eiga í hádeginu daginn eftir.

Það sem ég nota er:

  • Kjúklingur (kaupi oftast tilbúin kjúkling til að flýta fyrir)
  • Tortillur
  • Salsa sósa
  • Laukur
  • Rifinn ostur
  • Jalapenos
  • Doritos
  • Sýrður rjómi

Ef èg kaupi ekki tilbúin kjúkling þá byrja èg á að skera í stóra bita og steikja kjúklinginn. Ég smyr sýrðum rjóma (líka hægt að nota rjómaost) í botninn á eldföstu móti og set tortillur yfir, sker kjúklinginn í minni bita og laukinn og set helminginn ofaná tortillurnar og helli salsa sósu yfir og endutek svo, tortillur, kjúklingur, laukur og salsa og set svo rifinn ost og inní ofn á 200 í ca 10-15 mín. Ég set svo jalapenos, snakk og sýrðan rjóma ofaná.

Elisabet-1-300x58

Author Profile

Elísabet

Elísabet er 25 ára, 2 barna móðir sem býr á Selfossi. Hún er förðunarfræðingur sem hefur áhuga á móðurhlutverkinu, innanhússhönnun, tísku og bakstri. Hún býr með kærastanum sínum Birki Rafn og börnunum þeirra Emmu Líf og Eriku Rún.


Facebook Comments

Share: