MATCHING OUTFITS

MATCHING OUTFITS

Þessi færsla er ekki kostuð og keypti höfundur allar vörur sjálfur.

Ég hreinlega elska þegar við Hulda María erum matching, eða bara við öll. Ég rakst á síðu fyrir svolitlu síðan sem flestir held ég þekkja en það er Patpat – þar geturðu fengið allskonar sæt matching outfits fyrir ekkert svo mikinn pening. Eina nóttina (já ég er nightshopper, það er hræðilegt einhver benda mér á meðferð við því) rakst ég á þessa kjóla og ég vissi að ég þyrfti að kaupa þá (var það því Tryggvi fyrirlítur ananas? Mögulega.)

Það er svolítið síðan ég keypti þá svo ég man ekki alveg hvað ég beið lengi en það var allavegana ekki jafn lengi og ég bíð yfirleitt eftir Aliexpress sendingum. Svo núna í lok sumars fórum við í myndatöku hjá Halldóru okkar og ég bara varð að láta hana taka myndir af okkur í fínu ananaskjólunum okkar!

Ég ætla svo að fara að fjárfesta í matching jólanáttfötum handa okkur en það er endalaust af krúttlegum settum á þessari síðu.

Þangað til næst!

Author Profile

Ingibjörg Eyfjörð

Ingibjörg Eyfjörð er búsett í Mývatnssveit ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á heimilinu (nema þrifum, hún er með bráðaofnæmi fyrir þeim), förðun og öllu sem er aðeins út fyrir kassann. Skrif hennar einkennast af hreinskilni, kímnigáfu og harkalegum staðreyndum um hið daglega líf.


Facebook Comments

Share: