Matarbúr Kaju – umbúðarlaus verslunarferð // zero waste shopping

Matarbúr Kaju – umbúðarlaus verslunarferð // zero waste shopping

 

Eins og ég hef verið að skrifa um reglulega undanfarið þá er ég búin að vera í því ferli að vera meðvitaðri gagnvart umhverfi mínu og jörðinni. Ég hef hægt og rólega unnið í því að innleiða fleiri og fleiri skref í rútínu mína sem eru á einhvern hátt umhverfisvænni kostur, t.d. með því að nota fjölnota poka í verslunarferðum. Hér og hér eru blogg þar sem ég fjalla um nokkur góð skref.

Undanfarið hef ég verið að vinna í því að versla minna af plasti og umbúðum sem fylgir matvörum, t.d. með því að velja umbúðarlaust grænmeti þegar ég get. Það gengur upp og niður en mér finnst úrvalið vera mjög misjafnt eftir vikum. Það hefur hins vegar verið mjög erfitt að finna ákveðnar þurrvörur sem ég nota mikið af, án plasts, eins og baunir, fræ og hnetur.

Ég hef vitað af Matarbúri Kaju í svolítinn tíma en það er verslun og kaffihús þar sem í boði er að versla ýmsa lífrænt ræktaða matvöru eftir vigt. Búðin er staðsett á Akranesi og hef ég lengi ætlað mér að kíkja þangað og fylla á birgðirnar í krukkur, poka og box sem ég á til heima.

Matarbúr Kaju auglýsti 10% afslátt í tilefni af plastlausum september ef einstaklingar mæta með eigin ílát undir vörurnar svo að ég ákvað loks að skella mér, og dró eina vinkonu með mér sem er í svipuðum hugleiðingum. Ég mæli mjög með því að taka vini með í ferðina ef búðin er ekki í alfaraleið, það minnkar kolefnasporin og er mjög skemmtilegt.

Ég verlsaði mér þurrar nýrnabaunir, svartar baunir, hýðisgrjón, rauðar linsubaunir, hamp fræ, kjúklingabaunir og quinoa en mun klárlega koma aftur og fylla þá í leiðinni á fræ og hnetur birgðirnar. Vörurnar kostuðu mig 5708 kr. en þessi innkaup duga mér í góðan tíma. Ég sýð yfirleitt slatta af baunum (yfirleitt um 500g) í einu og geymi í krukkum og boxum í frystinum svo þau séu tilbúin á pönnuna eða í annan rétt. Annars ætla ég að leyfa myndunum að tala, virkilega skemmtileg búð, ég mæli með að kíkja við og endilega nýtið ykkur afsláttinn út september. Færslan er engan vegin kostuð, mér finnst verslunin hreinlega eiga skilið hrós. Umhverfismál eru mér hjartans mál og allir sem gera það að verkum að fólk eigi auðveldara með að tileinka sér umhverfisvænni lífsstíl eru hetjur.

-English-

I have been writing about it lately how I’ve been working on being more concious about my environmet and our nature. I have slowly been incorporating more and more steps to a eco friendly lifestyle by for example bringing my own bags to the grocery store. Lately I’ve been working on shopping less produce that contains plastic, for example by choosing plastic free vegetables when I can. It really depends on weeks what is available at the grocery stores but I keep trying to do my best. It can be really difficult to shop dry products that I use a lot, without packaging, like beans, nuts and seeds. 

I have known about Matarbúr Kaju for a while, it is a shop and a café that has all kinds of organic food products that you can by in bulk. The store is located in Akranes and I have wanted to go there for a while to fill up my jars, boxes and cotton bags. Matarbúr Kaju has been advertising 10% discount for those who bring their own containers in September so I decided to finally go and brought a friend with me for the ride. I really recommend bringing friends that want to do some zero waste shopping if Akranes is not close by. 

I bought dry kidney beans, black beans, brown rice, red lentils, hemp seeds, chick peas and quinoa but I will definitely come back soonish and fill up my nuts and seeds containers as well. The products cost me 5078kr. and will last me a while. I usually boil a bunch of beans (around 500g) and store them in glass jars in the freezer so they are ready for cooking. I really recommend this store, there is no collaboration at all, I just wanted to tell you guys about it because environmental issues are close to my heart. 

Innkaupin mín

Þetta hjólaborð reynist mér vel í eldhúsinu en ég geymi minni krukkur þar með hnetum, fræjum og baunum. Í efri hillunni eru krydd í plaststaukum sem ég er að klára, en þá mun ég kaupa umbúðarlausar áfyllingar.

Þar til næst!

Author Profile

Amanda

Amanda er vegan stelpa sem starfar sem lyfjafræðingur og elskar að borða góðan mat. Áhugamál eru eldamennska, hreyfing, heimilið, sanngjörn tíska (fyrir dýr og menn), umhverfisvernd og ýmislegt tengt lífsstíl.


Facebook Comments