Marengsbomba!

Marengsbomba!

Ég skellti í þessa bombu fyrir stuttu síðan. Vinkona mín átti afmæli og ætlaði að kíkja í heimsókn á okkur Fannar Mána og mér fannst alveg nauðsynlegt að hún myndi fá einhverja rosalega köku á afmælisdaginn sinn. Langar að deila með ykkur uppskrift af þessari dísætu dásemd.

 

Marengsbotnar

3 eggjahvítur

180 gr sykur

¼ tsk salt

Rice crispies (valfrjálst, en botnarnir verða talsvert þykkari ef maður bætir því við)

 

Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og svo er sykrinum bætt varlega saman við ásamt saltinu. Þetta er svo þeytt vel saman.

Blöndunni er svo skipt í tvö pappírsklædd form og bakað við 125°C í 1-1½ klst.

Alls ekki opna ofnin meðan á bakstri stendur. Best er svo að leyfa botninum svo að kólna inni í ofni.

 

Kókosbollurjómi

1 peli rjómi

Smá vanillusykur

3-4 kókosbollur

 

Róminn er settur í skál ásamt vanillusykri og þeyttur þar til hann verður millistífur. Kókosbollunm er þá bætt við rjómann og hrærðar saman við með sleif.

 

Karmellukrem

1 poki Nóa rjómakúlur

1 dl rjómi

 

Kúlurnar eru settar í pott ásam rjómanum og þetta er svo brætt saman yvið vægan hita. Karmellukreminu er svo leyft að kólna og þykkna áður en það er sett á kökuna.

 

Samsetning

Rjóminn er settur á milli botnana og í lokin er karmellukreminu dreyft yfir með skeið (ég notaði ekki allt kremið þar sem að ég vildi ekki hafa of mikið).

 

Njótið

Author Profile

Hildur Hlín

Hildur Hlín er 35 ára móðir í Reykjanesbæ. Hún er margmiðlunarhönnuður og naglafræðingur og hefur brennandi áhuga á hönnun, handverki, nöglum, tísku og lífsstíl sem og móðurhlutverkinu og öllu sem því tengist. Hún á einn dekurmola, hann Fannar Mána sem er fæddur í október 2015.


Facebook Comments

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *